Guðrún Einarsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Einarsdóttir vinnukona á Ofanleiti fæddist 13. október 1822 á Litlu-Hólum í Mýrdal og lést 10. júní 1862 á Ketilsstöðum þar.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi víða í Mýrdal, en á Litlu-Hólum 1822 og síðar á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 1790 í Vindási í Hvolhreppi, d. 3. júní 1866 á Hryggjum í Mýrdal, og kona hans Salgerður Bjarnadóttir frá Skíðbakka í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 19. desember 1789 í Eyjum, d. 10. júní 1862 á Ketilsstöðum.

Guðrún var systir Ingiríðar Einarsdóttur húskonu í Helgahjalli, í f. 2. nóvember 1832, d. 18. janúar 1913, en hún var tengdamóðir Arngríms Sveinbjörnssonar bónda á Kirkjubæ, f. 2. nóvember 1832, d. 18. janúar 1913, föður Salgerðar Arngrímsdóttur (Sölu á Kirkjubæ), konu Jóns Nikulássonar. Þau voru foreldrar Guðrúnar (Gunnýjar).

Guðrún var með foreldrum sínum á Giljum í Mýrdal 1835 og 1840.
Hún var 22 ára vinnukona á Felli í Mýrdal 1845.
Guðrún kom til Eyja 1856 úr Dyrhólasókn, samtímis Guðmundi Þorkelssyni, og mun hún þá hafa gengið með barni hans. Þau höfðu ráðist vinnufólk að Ofanleiti.
Hún hvarf aftur til Dyrhólasóknar 1957 með Vilborgu eins árs með sér.
Þær mæðgur voru á Ketilsstöðum í Mýrdal 1860.
Guðrún lést 1862, og Vilborg fór til föður síns í Háagarði 1862, 6 ára, flutt með Fjallaskipi.

I. Guðrún eignaðist barn 1849 og feðraði ekki.
Barnið var
1. Einar Guðrúnarson, f. 2. október 1849, d. 28. ágúst 1850.

II. Barnsfaðir hennar var Guðmundur Þorkelsson bóndi í Háagarði, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897.
Barnið var
2. Vilborg Guðmundsdóttir í Háagarði, f. 26. ágúst 1856, d. 23. september 1874.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.