Hanna Ólöf Guðmundsdóttir
Hanna Ólöf Guðmundsdóttir frá Nýhöfn, húsfreyja fæddist þar 12. apríl 1923 og lést 12. júní 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Auðunsson vélstjóri, síðar kaupmaður í Reykjavík, f. 31. júlí 1896 á Eyrarbakka, d. 18. maí 1966, og kona hans Jóhanna Viktoría Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1896 í Norðtungu í Borgarfirði, d. 30. desember 1969.
Börn Viktoríu og Guðmundar:
1. Hermann Karl Guðmundsson pípulagningamaður, verkstjóri, f. 21. febrúar 1916 í Húsavík, d. 16. september 1991.
2. Herold Friðgeir Guðmundsson, f. 2. maí 1918 í Húsavík, d. 17. ágúst 1990. Hann bjó síðast í Danmörku.
3. Auðunn Gunnar Guðmundsson, f. 24. nóvember 1919 í Merkisteini, d. 5. október 1980. Hann bjó síðast í Reykjavík.
4. Katrín Svala Guðmundsdóttir, f. 23. desember 1920 á Brimnesi, d. 9. febrúar 1974. Hún bjó síðast í Reykjavík.
5. Hanna Ólöf Guðmundsdóttir, f. 12. apríl 1923 í Nýhöfn, d. 12. júní 2008.
6. Kristín Guðmundsdóttir, f. 3. nóvember 1925 í Nýhöfn.
Hanna var með foreldrum sínum í æsku, í Nýhöfn til 1929 og fluttist þá með þeim til Reykjavíkur.
Hún vann á yngri árum í Sælgætisgerðinni Freyju og síðar vann hún við ræstingar og framreiðslustörf hjá BSRB í lok áttunda áratugarins og starfaði þar til sjötugs.
Þau Magnús giftu sig, bjuggu saman í nær fimmtíu ár, en skildu 1995.
Hanna bjó síðast í Gullsmára 9 í Kópavogi.
Hún lést 2008.
I. Maður Hönnu, skildu, var Magnús Eiríksson vörubílstjóri, f. 6. ágúst 1918, d. 2. janúar 2005. Foreldrar hans voru Eiríkur Sveinsson verkamaður, sjómaður, f. 8. júlí 1884 á Eystrireyni í Borgarfj.s., d. 27. nóvember 1970, og Halldóra Árnadóttir húsfreyja, f. 4. júní 1892 í Munaðarnesi í Borgarfjs., d. 15. febrúar 1979.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag 1969-2007.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 23. júní 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.