Guðmundur Ásbjörnsson (Húsadal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðmundur Ásbjörnsson.

Guðmundur Adolf Ásbjörnsson verkamaður, verkstjóri fæddist 19. október 1930 í Ráðagerði við Skólaveg 19 og lést 23. febrúar 2010 á Sjúkrahúsinu. Foreldrar hans voru Ásbjörn Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 25. júlí 1894, d. 22. júlí 1975, og kona hans Sigurbjörg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1908, d. 18. febrúar 1992.

Börn Sigurbjargar og Ásbjörns:
1. Guðmundur Adolf Ásbjörnsson, f. 19. október 1930, d. 23. febrúar 2010.
2. Garðar Ásbjörnsson, f. 27. mars 1932, d. 7. maí 2012.
3. Fjölnir Ásbjörnsson, f. 7. mars 1951.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Ráðagerði, á Hvanneyri við Vestmannabraut 60 og í Húsadal við Faxastíg 22. Hann bjó þar síðan.
Guðmundur vann á Símstöðinni, en 1952 hóf hann störf hjá Vinnslustöðinni og vann þar í 47 ár, verkamaður og síðan verkstjóri í 30 ár.
Hann var gjaldkeri Félags eldri borgara og í stjórn Verkstjórafélagsins í áratugi.
Þau Sigurlaug bjuggu saman frá árinu 2000.

I. Sambúðarkona Guðmundar er Þórunn Sigurlaug Ólafsdóttir frá Miðgarði, f. 6. júní 1929.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.