Sigurbjörn Sigurðsson (Syðstu-Grund)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, síðar í Eyjum fæddist 15. september 1896 á Syðstu-Grund og lést 29. mars 1971 í Eyjum.
Faðir Sigurbjarnar var Sigurður, þá vinnumaður á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, síðar bóndi þar, f. 1. október 1852 í Stóradalssókn u. Eyjafjöllum, d. 29. febrúar 1936, Eyjólfsson bónda í Miðmörk, f. 1825, d. 5. febrúar 1899, Eyjólfssonar bónda á Ytri-Lyngum í Meðallandi, síðar á Austurlandi, f. 1797, d. 24. janúar 1867, Marteinssonar, og konu Eyjólfs Marteinssonar, Þorgerðar húsfreyju, f. 26. ágúst 1799, Jónsdóttur.
Kona Eyjólfs Eyjólfssonar og móðir Sigurðar bónda á Syðstu-Grund var Þorbjörg frá Háagarði, síðar húsfreyja í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, f. 20. ágúst 1832, d. 24. október 1916, Sigurðar bónda í Háagarði, f. 28. mars 1794, d. 10. febrúar 1833, Magnússonar, og konu hans Bjargar húsfreyju, f. 10. mars 1788, d. 6. janúar 1853, Brynjólfsdóttur.

Móðir Sigurbjarnar og kona Sigurðar Eyjólfssonar var Sigurbjörg, þá dóttir húsbænda á Syðstu-Grund, síðar húsfreyja þar, f. 17. desember 1851, d. 14. maí 1942, Guðmundsdóttir bónda í Vallnatúni og Syðstugrundarhjáleigu, f. 12. ágúst 1816, d. 5. nóvember 1886, Gíslasonar bónda í Bjóluhjáleigu í Holtum, Rang, f. 14. maí 1786, d. 2. maí 1858, Gíslasonar, og konu Gísla Gíslasonar, Gunnhildar húsfreyju, skírð 25. júlí 1792, d. 24. september 1848, Þorkelsdóttur.
Móðir Sigurbjargar Guðmundsdóttur og kona Guðmundar Gíslasonar var Margrét húsfreyja og yfirsetukona, f. 14. maí 1822, d. 29. desember 1908, Jónsdóttir bónda í Vallnatúni, f. 17. ágúst 1788, d. 30. mars 1855, Einarssonar, og konu Jóns Einarssonar, Arnbjargar húsfreyju, f. 20. ágúst 1790 í Vallnatúni, d. 16. apríl 1852, Auðunsdóttur.

Börn Sigurðar Eyjólfssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur,- í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Búlandi, Skólavegi 41, síðast í Reykjavík, f. 27. september 1891, d. 22. nóvember 1981.
5. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Sigurbjörn var með foreldrum sínum á Syðstu-Grund í æsku, var með þeim þar 1910 og 1920 og tók við búi þar 1927.
Þau Jóhanna Sigríður giftu sig 1926, hann vinnumaður á Syðstu-Grund, hún vinnukona þar. Þau eignuðust sex börn. Þau urðu bændur á Syðstu-Grund 1927.
Sigurbjörn og Jóhann Sigríður fluttu til Eyja um 1958, bjuggu á Brimhólabraut 27. Hann lést 1971. Jóhanna Sigríður fluttist til Reykjavíkur. Hún lést 1975, var jarðsett í Eyjum.

I. Kona Sigurbjarnar, (13. febrúar 1926), var Jóhanna Sigríður Tryggvadóttir, f. 17. ágúst 1900, d. 25. apríl 1975.
Börn þeirra:
1. Sigurður Tryggvi Sigurbjörnsson sjómaður í Reykjavík, f. 12. júní 1926, d. 28. febrúar 1959, ókv.
2. Sigmar Sigurbjörnsson sjómaður, verktaki, f. 6. nóvember 1929, d. 13. mars 1997. Hann bjó í Vancouver í Kanada og í Seattle í Bandaríkjunum, ókvæntur.
3. Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 5. júní 1931, d. 2009. Maður hennar Roy Canapa.
4. Júlíus Óskar Sigurbjörnsson sjómaður, starfsmaður Skeljungs, f. 1. júní 1933, d. 4. júlí 2013. Kona hans Hanna Jónsdóttir, látin.
5. Sigríður Hulda Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 29. september 1934. Maður hennar Þórður Jóhann Ólafur Kristófersson, látinn.
6. Marinó Sigurbjörnsson sjómaður, bjó að síðustu í Bandaríkjunum, starfsmaður á veitingahúsi þar, f. 22. október 1935, d. 31. júlí 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.