Guðlaugur Kristjánsson (Birtingarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaugur Kristjánsson málari fæddist 13. ágúst 1869 á Barmi á Skarðsströnd í Dalasýslu og lést 2. ágúst 1946.
Foreldrar hans voru Kristján Nikulásson bóndi á Kvernhóli í Saurbæ í Dalasýslu, síðar húsmaður í Hvalgröfum á Skarðsströnd, Dal., f. 20. desember 1831, d. 24. ágúst 1901, og kona hans Ingibjörg Oddsdóttir húskona, f. 1831, d. 18. apríl 1894.

Guðlaugur var sveitarómagi á Teigi á Fellsströnd 1870, niðursetningur í Rauðbarðaholti í Hvammssveit 1880.
Hann var vinnumaður á Skarði í Ögursókn við Ísafjarðardjúp 1890, vinnumaður í Hnífsdal við giftingu 1896, húsbóndi með Halldóru og þrem börnum þeirra í húsi Péturs Bjarnasonar á Ísafirði 1901, í Sundstræti 23 á Ísafirði 1910.
Guðlaugur og Halldóra Þuríður skildu samvistir.
Guðlaugur fluttist frá Ísafirði að Litlu-Grund 1913, var lausamaður í Skel 1914, leigði í Birtingarholti 1915 og við fæðingu Guðlaugs 1916, en í Götu í lok ársins. Hann var á Sveinsstöðum 1917 og við fæðingu Sigurlaugar 1918, í Hjálmholti 1919, 1920 þar með Guðmundi Bjarna syni sínum gestkomandi, fæddum á Ísafirði og Kristjönu barni þeirra Gíslínu, en á Grundarhól við Herjólfsgötu 5b 1927 og 1930.
Fjölskyldan fluttist úr bænum í byrjun 4. áratugarins.
Guðlaugur lést 1946 og Gíslína 1972.

Guðlaugur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (7. apríl 1896), var Halldóra Þuríður Hallsdóttir, f. 1. ágúst 1873, d. 9. mars 1925. Foreldrar hennar voru Hallur Engilbertsson húsmaður á Ísafirði, f. 15. maí 1841, d. 9. september 1924, og kona hans Jónína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 31. júlí 1845, d. 10. júlí 1914.
Börn þeirra Halldóru:
1. Jónína Sesselja Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1896, d. 17. desember 1964.
2. Ingibjörg Metta Guðlaugsdóttir, f. 3. ágúst 1898. Hún fluttist til Danmerkur.
3. Guðmundur Bjarni Guðlaugsson skipaafgreiðslumaður á Ísafirði, síðar í Reykjavík, f. 1. júlí 1901, d. 28. október 1977.

II. Síðari kona Guðlaugs, (3. júlí 1925), var Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 1. október 1895, d. 27. maí 1972.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur Gísli Guðlaugsson, f. 3. mars 1916 í Birtingarholti, d. 2. febrúar 1917.
2. Kristjana Sigurlaug Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1918 á Sveinsstöðum, síðast í Reykjavík, d. 7. október 1985.
3. Sveinbjörn Guðlaugsson, f. 11. október 1921 í Hjálmholti, d. 27. apríl 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.