Sigurlaug Guðlaugsdóttir (Sveinsstöðum)
Kristjana Sigurlaug Guðlaugsdóttir frá Sveinsstöðum, húsfreyja fæddist þar 6. maí 1918 og lést 7. október 1985.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Kristjánsson málari, f. 13. ágúst 1869 á Barmi á Skarðsströnd í Dal., d. 2. ágúst 1946, og síðari kona hans Gíslína Gísladóttir frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 1. október 1895, d. 27. maí 1972.
Sigurlaug var með foreldrum sínum í æsku, á Sveinsstöðum, í Hjálmholti 1919 og 1920, en á Grundarhól við Herjólfsgötu 5b 1927 og 1930.
Fjölskyldan fluttist úr bænum í byrjun 4. áratugarins.
Sigurlaug og Jón giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Laugarnesvegi 96
Maður hennar, (9. apríl 1936), var Jón Þorberg Ólafsson frá Bjarnastöðum í Vatnsdal, yfirverkstjóri og fulltrúi gatnamálastjóra í Reykjavík, f. 9. maí 1911, d. 14. febrúar 1984.
Börn þeirra:
1. Stefán Örvarr Jónsson húsamálari í Kanada, f. 21. júlí 1936 í Reykjavík.
2. Ólafur Hlífarr Jónsson kaupmaður, áður starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 10. maí 1940 í Reykjavík, d. 21. desember 1987. Kona hans var Elín Þórarinsdóttir.
3. Þórdís Mjöll Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 24. maí 1946, d. 23. október 2017. Maður hennar var Brynjólfur Karlsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.