Guðlaug Júlía Guðlaugsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaug Júlía Guðlaugsdóttir.

Guðlaug Júlía Guðlaugsdóttir frá Vallarhúsi í Djúpárhreppi, húsfreyja, matráðskona fæddist 15. júlí 1908 í Gvendarkoti þar og lést 3. ágúst 1976.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson bóndi í Gvendarkoti, síðar í Vallarhúsi í Djúpárhreppi, Rang., f. 19. nóvember 1855 í Látalæti á Landi, d. 2. ágúst 1928, og kona hans Jórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1872 í Dísukoti í Djúpárhreppi, d. 28. maí 1957.

Börn Jórunnar og Guðlaugs í Eyjum:
1. Jóhanna Júnía Guðlaugsdóttir vinnukona, f. 28. júní 1905, d. 6. október 1933.
2. Guðlaug Júlía Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1908, d. 3. ágúst 1976.

Jóhanna Júlía var með foreldrum sínum í Gvendarkoti í Djúpárhreppi 1910, var uppeldisbarn á Skarði þar 1920.
Hún flutti til Eyja 1929, var vinnukona á Hrafnagili við Vestmannabraut 29 1930, síðar matráðskona á Sjúkrahúsinu.
Guðlaug var bústýra Jóns Bjarnasonar á Strandbergi við Strandveg 37 1934, á Bergi við Bárustíg 4 1940. Þau giftu sig 1943. Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4 við giftinguna, í Uppsölum-efri við Faxastíg 7b 1945, á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b 1949.
Þau voru barnlaus saman.
Jón Finnbogi lést 1952. Guðlaug Júlía flutti til Reykjavíkur, bjó síðast á Laugavegi 28d. Hún lést 1976.

I. Maður Guðlaugar (23. janúar 1943), var Jón Finnbogi Bjarnason trésmiður, lögregluþjónn, veitingamaður, f. 28. febrúar 1886 í Ármúla á Langadalsströnd í N-Ísafjarðarsýslu, d. 9. júní 1952. Þau voru barnlaus saman.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.