Jóhanna Júnía Guðlaugsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Júnía Guðlaugsdóttir frá Gvendarkoti í Þykkvabæ, Rang., vinnukona fæddist þar 28. júní 1905 og lést 6. október 1933.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson bóndi í Gvendarkoti, síðar í Vallarhúsi í Djúpárhreppi, Rang., f. 19. nóvember 1855 í Látalæti á Landi, d. 2. ágúst 1928, og kona hans Jórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1872 í Dísukoti í Djúpárhreppi, d. 28. maí 1957.

Börn Jórunnar og Guðlaugs í Eyjum:
1. Jóhanna Júnía Guðlaugsdóttir vinnukona, f. 28. júní 1905, d. 6. október 1933.
2. Guðlaug Júlía Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1908, d. 3. ágúst 1976.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Gvendarkoti 1910, var hjú á Hrauki í Ásahreppi 1920.
Hún flutti til Eyja 1927, var vinnukona á Túnsbergi 1930.
Jóhanna eignaðist barn með Þorleifi 1932. Hún var berklaveik og lést 1933. Barnið fór í fóstur til Jórunnar ömmu sinnar, var skírt á Skarði í Djúpárhreppi 1932.

I. Barnsfaðir Jóhönnu Júníu var Þorleifur Einarsson bóndi, sjómaður, verkamaður á Túnsbergi, f. 7. janúar 1878, d. 22. maí 1960.
Barn þeirra:
1. Unnur Þorleifsdóttir húsfreyja, iðnaðarverkakona, verslunarmaður í Kópavogi, f. 16. júlí 1932, d. 19. september 2017.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.