Johan Weihe

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Johan Elias Martin Weihe sjómaður, fiskiðnaðarmaður fæddist 11. nóvember 1913 í Porkeri á Suðurey í Færeyjum og lést 11. janúar 1992 á Sjúkrahúsinu.

Johan stundaði sjó frá á ungum aldri, fjórtán ára gamall var hann á skútu, sem veiddi við Grænland. Hann kom fyrst til Eyja á skútu 1935 til að sækja vistir og kom svo af og til þangað á árunum 1935-1940.
Eftir flutning til Eyja vann Johan við fiskiðnað, lengst í Vinnslustöðinni.
Þau Guðlín Guðný giftu sig 1944 í Eyjum, eignuðust tvö börn og ólu upp bróðurson Guðlínar. Þau bjuggu í Framnesi við Vesturveg 3b.
Guðlín lést 1970.
Johan dvaldi síðast í Hraunbúðum.
Hann lést 1992.

I. Kona Johans Eliasar, (27. maí 1944), var Guðlín Guðný Guðjónsdóttir frá Framnesi, húsfreyja, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.
Börn þeirra:
1. Guðjón Weihe rafvirki, f. 4. júní 1945 á Framnesi, d. 26. febrúar 2022.
2. Jóhanna Helena Weihe, f. 7. maí 1949 á Framnesi.
Fósturbarn hjónanna var
3. Kjartan Sigurðsson sjómaður, f. 23. ágúst 1943 í Skógsnesi í Flóa, drukknaði 16. október 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.