Guðbjörg Elín Jónsdóttir (Lyngfelli)
Guðbjörg Elín Jónsdóttir húsfreyja á Lyngfelli fæddist 9. ágúst 1907 í Reykjavík og lést 17. janúar 1964.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson bóndi í Stóru-Mörk u. V.-Eyjafjöllum, f. 12. ágúst 1835 í Stóra-Dalssókn í Rang., d. 2. júlí 1917 og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Syðstu-Mörk u. V.- Eyjafjöllum, síðar í Reykjavík og Hafnarfirði, f. 1. október 1867 í Holtssókn, Rang., d. 21. október 1948 í Eyjum.
Hún var með foreldrum sínum í Reykjavík 1910, með ekkjunni og ráðskonunni móður sinni í Hafnarfirði 1920 og 1930.
Þau Guðlaugur giftu sig 1936, eignuðust ekki börn saman, en eignuðust kjörbarn, dótturson Guðbjargar. Guðbjörg bjó með Guðlaugi í Lyngfelli til dánardægurs 1964.
I. Barnsfaðir Guðbjargar var Kristján Benediktsson, f. 3. mars 1896, d. 6. ágúst 1974.
Barn þeirra:
1. Árný Svala Kristjánsdóttir, f. 1. janúar 1927, d. 12. október 1996.
II. Maður Guðbjargar Elínar, (29. ágúst 1936), var Guðlaugur Guttormsson bóndi í Lyngfell, f. 7. nóvember 1908 að Hafrafelli í N.-Múl., d. 6. apríl 1996.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Oddur Árni Guðlaugsson sjómaður, eggjabóndi, f. 21. mars 1945 að Lyngfelli, d. 18. júní 1977. Kynmóðir hans var Árný Svala Kristjánsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. október 1996. Minning Árnýjar Svölu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.