Sigríður Jónsdóttir (Lyngfelli)
Sigríður Jónsdóttir húsfreyja fæddist 1. október 1867 í Holtssókn u. Eyjafjöllum og lést 21. október 1948 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Gunnsteinsson bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 31. ágúst 1824, d. 29. maí 1869, og Vigdís Bjarnadóttir, f. 22. júlí 1829, d. 23. janúar 1899.
Sigríður var tökubarn í Vesturholtum 1870, niðursetningur á Seljalandi 1880.
Þau Jón giftu sig 1888, bjuggu í Syðstu-Mörk u. V.-Eyjafjöllum 1890, fluttu til Reykjavíkur 1901, bjuggu á Lindargötu 16 1910, eignuðust tvö börn hér talin.
Jón lést 1917.
Sigríður bjó í Hafnarfirði 1930.
Hún flutti til Guðbjargar dóttur sinnar að Lyngfelli í Eyjum, var komin til hennar 1937, dvaldi hjá henni til dánardægurs 1948, jarðsett u. Eyjafjöllum.
I. Maður Sigríðar, (5. ágúst 1888), var Jón Sigurðsson bóndi á Neðri-Þverá í Fljótshlíð og í Syðstu-Mörk u. V.-Eyjafjöllum, síðan í Reykjavík, f. 12. ágúst 1835, d. 2. júlí 1917. Foreldrar hans voru Sigurður Sæmundsson bóndi í Eyvindarholti í Stóra-Dalssókn u. V. Eyjafjöllum, f. 18. apríl 1809, d. 21. júlí 1841, og kona hans Steinunn Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1805, d. 7. nóvember 1883.
Börn þeirra hér:
1. Sólbjörg Jónsdóttir29. nóvember 1892, d. 8. mars 1978.
2. Guðbjörg Elín Jónsdóttir húsfeyja í Lyngfell, f. 9. ágúst 1907, d. 17. janúar 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.