Árný Svala Kristjánsdóttir
Árný Svala Kristjánsdóttir (skírð Ársæl Svala, en fékk nafnbreytingu) húsfreyja fæddist 1. janúar 1927 og lést 12. október 1996.
Foreldrar hennar voru Kristján Benediktsson, f. 3. mars 1896, d. 6. ágúst 1974, og barnsmóðir hans Guðbjörg Elín Jónsdóttir, síðar húsfreyja í Lyngfelli.
Árný var fóstruð af föðurömmu sinni, Margréti Steinunni Guðmundsdóttur á Þorbergsstöðum í Laxárdal. Þar var hún til 12 ára aldurs, er amma hennar lést. Þá fór hún til föðursystur sinnar Lilju Benediktsdóttur í Reykjavík. Hún fór að vinna skömmu eftir fermingu, vann mikið við matargerð bæði í Reykjavík og Keflavík.
Hún var með móður sinni og Guðlaugi í Lyngfelli 1944 og 1945, eignaðist barn með ókunnum föður 1945.
Þau Nando Welpo Whiles giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Bandaríkjanna og skildu. Hún flutti til Íslands með barnið, eignaðist
síðar íbúð í Suðurhólum í Breiðholti og bjó þar.
Árný Svala lést 1996.
I. Barnsfaðir ókunnur.
Barnið var
1. Oddur Árni Guðlaugsson kjörbarn móður hennar og Guðlaugs Guttormssonar; sjómaður, hænsnabóndi, fæddur 21. mars 1945 í Lyngfelli, d. 18. júní 1977.
I. Maður Árnýjar Svölu, skildu, var Nando Welpo Whiles, bandarískur maður, f. 28. janúar 1931, d. 7. mars 1996.
Barn þeirra:
2. Margrét Lilja Whiles, skráð síðar Guðmundsdóttir, f. 28. ágúst 1954.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 23. október 1996. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.