Gísli Brynjólfsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Brynjólfsson læknir.

Gísli Brynjólfsson frá Ofanleiti, læknir í Danmörku fæddist 3. maí 1861 í Nöjsomhed og lést 18. september 1930 í Kaupmannahöfn.
Faðir Gísla var Brynjólfur Jónsson prestur í Eyjum, búandi í Nöjsomhed 1853-1861, síðan að Ofanleiti; alþingismaður 1859 og 1863, f. 8. september 1826 á Hofi í Álftafirði í S-Múl., d. 19. nóvember 1884 að Ofanleiti, Jónsson prests að Hofi, f. 9. nóvember 1798 að Stafafelli í Lóni, d. 16. ágúst 1843 á Hofi, Bergssonar prests og prófasts að Stafafelli 1797-1824, f. í ágúst 1772, d. 28. október 1837, Magnússonar, og konu sr. Bergs (1797), Guðrúnar húsfreyju og prestkonu, f. um 1764, d. 10. september 1849, Jónsdóttur.
Móðir sr. Brynjólfs og kona sr. Jóns Bergssonar var (29. ágúst 1824, fyrri maður hennar) Rósa húsfreyja og prestkona, f. 12. október 1802 í Eydölum í Breiðdal, S.-Múl., d. 2. júní 1856 á Þingmúla í Skriðdal á Héraði, Brynjólfsdóttir prests og prófasts í Eydölum, f. 8. september 1757, d. 30. júlí 1825, Gíslasonar, og konu sr. Brynjólfs Gíslasonar, (1785), Kristínar húsfreyju og prestkonu, f. 1761, d. 15. október 1842, Nikulásdóttur.

Móðir Gísla og kona sr. Brynjólfs var Ragnheiður húsfreyja að Ofanleiti, f. 27. júní 1829, d. 11. ágúst 1921, Jónsdóttir verslunarstjóra í Kúvíkum við Reykjarfjörð á Suður-Ströndum, f. 1771 í Vík í Lóni, d. 27. júlí 1846, Salómonssonar bónda í Vík og Hraunkoti í Lóni, S-Múl., f. (1740), Jónssonar, og konu Salómons Jónssonar í Vík, Guðrúnar húsfreyju, f. 1735, Konráðsdóttur.
Móðir Ragnheiðar prestkonu að Ofanleiti og síðari kona, (31. október 1818), Jóns Salómonssonar verslunarstjóra var Sigríður húsfreyja, f. 1788, d. 6. desember 1859, Benediktsdóttir bónda á Dvergsstöðum, Grísará og Munkaþverá, f. 1759, d. 9. júní 1823, Þorvaldssonar, og konu Benedikts, Sigríðar húsfreyju, f. 1756, Sigurðardóttur.

Börn Ragnheiðar og Brynjólfs:
1. Rósa Jóhanna Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 2. nóvember 1854 í Nöjsomhed, d. 13. janúar 1889.
2. Jónína Kristín Nikólína Brynjólfsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 14. ágúst 1856 í Nöjsomhed, d. 16. nóvember 1906.
3. Jóhanna Kristjana Brynjólfsdóttir, f. 23. desember 1858 í Nöjsomhed, d. 13. mars 1860 úr „hósta, kvefsótt“.
4. Gísli Brynjólfsson læknir í Danmörku, f. 3. mars 1861 í Nöjsomhed, d. 18. september 1930.
5. Jóhanna Brynjólfsdóttir vinnukona á Löndum, f. 1. júlí 1863 að Ofanleiti, d. 24. júlí 1900.
6. Kristín Brynjólfsdóttir húsfreyja og prestkona á Stað í Grunnavík, f. 20. apríl 1865 að Ofanleiti, d. 19. nóvember 1918.
7. Sigríður Brynjólfsdóttir, fór til Vesturheims, f. 10. september 1868, d. 6. nóvember 1932. Maður hennar var Páll Símonarson
8. Ingibjörg Brynjólfsdóttir húsfreyja og prestkona á Prestbakka á Síðu, f. 26. febrúar 1871 að Ofanleiti, d. 12. maí 1920.

Gísli var með foreldrum sínum í bernsku, hjá þeim 1870, skólasveinn í Efraholti í Reykjavík hjá Sólveigu Pálsdóttur og Matthíasi Markússyni 1880.
Hann varð stúdent 1883, cand.med. frá Hafnarháskóla 1. júlí 1890.
Gísli var kandídat á Sct. Johannes Stiftelse í Kaupmannahöfn frá ágúst 1890 til júlí 1891 og á Blefdamshospitalet þar ágúst til október 1891, aðstoðarlæknir þar frá desember 1891 til ágúst 1893.
Hann var læknir á vesturfararskipi Þingvallalínunnar frá september 1893 til október 1894. Síðan var hann starfandi læknir í Kaupmannahöfn og síðast sjúkrasamlagslæknir á Vesterbro.
Gísli var einn af stofnendum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn.
Hann birti greinar í Læknablaðinu 1915 og 1916 og í Ársriti Fræðafélagsins 1916.
Þau Bertha giftu sig 1898, eignuðust eitt barn.
Gísli lést 1930 og Bertha 1945.

I. Kona Gísla, (22. apríl 1898), var Elna Bertha Johanne Brynjólfsson, fædd Patrunky, húsfreyja, f. 13. desember 1872, d. 14. desember 1945. Foreldrar hennar voru Carl Heinrich Oscar Patrunky (af pólskum ættum), vagnasmiður í Kaupmannahöfn, og Gerda Maria Patrunky, fædd Løvgren, húsfreyja.
Barn þeirra:
1. Ragnhild húsfreyja í Osló, f. 30. apríl 1899, d. 3. janúar 1974. Maður hennar Arvid G.T. Onsager, dr. ing., yfirverkfræðingur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.