Gísli Bjarnason (Breiðabliki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Bjarnason sjómaður, verkamaður í Stykkishólmi, síðar í dvöl í Eyjum fæddist 9. júní 1863 og lést 10. janúar 1944.
Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason, f. 1826, d. 27. maí 1866, og Solveig Andrésdóttir húsfreyja, verkakona, f. 1832, d. 17. júní 1908.
Fósturforeldrar Gísla voru Guðmundur Gíslason húsmaður í Purkey í Dagverðarnessókn í Dalas. 1870 og Geitarey í Narfeyrarsókn á Snæfellsnesi 1880 og kona hans Hólmfríður Pálsdóttir.

Gísli missti föður sinn tæplega þriggja ára. Hann var tökubarn í Purkey 1870, fósturbarn hjá sama fólki í Geitarey 1880, var vinnumaður í Öxney í Narfeyrarsókn 1890.
Þau Ólíuna giftu sig 1892, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Gísla- og Guðmundarhúsi í Stykkishólmi 1901 með þrem börnum sínum, bjuggu í Gíslabæ í Stykkishólmi 1910 með sömu áhöfn, á Grund í Stykkishólmi 1920.
Ólína lést 1928.
Gísli flutti til Guðlaugs sonar síns að Sandi við Strandveg 63 1931, dvaldi hjá hjónunum á Breiðabliki og í Hjarðarholti, fluttist með þeim til Reykjavíkur. Hann var að síðustu á Spítalanum í Stykkishólmi og lést 1944.

I. Kona Gísla, (17. nóvember 1892), var Ólína Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 10. ágúst 1864 í Krossnesi í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 16. september 1928. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðarson sjómaður, f. 5. desember 1837, d. 9. apríl 1920, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1835, d. 13. ágúst 1884
Börn þeirra:
1. Guðmundur Gíslason vinnumaður, sjómaður í Stykkishólmi, síðast í Reykjavík, f. 2. ágúst 1893, d. 28. maí 1983.
2. Guðlaugur Gíslason, f. 20. maí 1896, d. 5. apríl 1972.
3. Júlíana Ágústa Gísladóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 10. júní 1898, d. 1. júlí 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.