Elva Ósk Ólafsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona

Elva Ósk Ólafsdóttir er fædd 24. ágúst 1964. Hún fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp.

Elva Ósk lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1989. Fyrsta hlutverk hennar að loknu námi var Adela í Húsi Bernörðu Alba hjá Leikfélagi Akureyrar en þar lék hún einnig Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni. Elva hefur auk þess leikið hlutverk í fjölmörgum leiksýningum, bæði í Borgarleikhúsinu og í Þjóðleikhúsinu og hlotið viðurkenningar fyrir.

Elva hefur einnig leikið í kvikmyndum og hlaut meðal annars Edduverðlaunin 2002 fyrir leik sinn í Hafinu. Elva lék einnig Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu í kvikmyndinni Nýtt líf eftir Þráinn Bertelsson sem var að mestu tekin upp í Vestmannaeyjum.

Elva Ósk fer með hlutverk Jóhönnu í framhaldsþáttunum Örnen sem Danmarks Radio framleiðir en þeir hafa verið sýndir á RÚV. Elva leikur þar Jóhönnu, systur aðalsöguhetjunnar og er búsett í húsinu Lukku í Vestmannaeyjum. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og voru meðal annars tilnefndir til evrópsku Emmy- verðlaunanna.

Frekari umfjöllun

Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona fæddist 24. ágúst 1964.
Foreldrar hennar Ólafur Oddgeirsson frá Breiðuvík við Kirkjuveg 82, rafvirkjameistari, f. 30. mars 1929, d. 12. ágúst 1998, og kona hans Ragna Lísa Eyvindsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. mars 1934, d. 25. febrúar 2006.

Börn Rögnu Lísu og Ólafs:
1. Eyvindur Ólafsson rafvirki, f. 25. desember 1952 í Eyjum. Barnsmæður hans hans Aðalheiður Tryggvadóttir og Sólveig Kristjánsdóttir. Kona hans Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir.
2. Hjörtur Ólafsson tölvufræðingur, f. 18. ágúst 1955 í Eyjum. Fyrrum kona hans Gunnur Inga Einarsdóttir. Kona hans Svandís Ingimundardóttir.
3. Hlynur Ólafsson grafískur hönnuður, auglýsingateiknari, fyrrverandi starfsmaður Flugfélags Íslands, f. 12. ágúst 1956 í Eyjum. Kona hans Þórdís Magnúsdóttir.
4. Ásta Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1958 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Wirkner Guðmundsson, látinn.
5. Lilja Björk Ólafsdóttir, f. 19. ágúst 1962 í Eyjum. Maður hennar Óskar Óskarsson.
6. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona, f. 24. ágúst 1964 í Eyjum. Maður hennar Andri Örn Clausen, látinn.

Elva var með foreldrum sínum í Breiðuvík .
Hún lauk námi í Leiklistarskóla Íslands 1989.
(Sjá feril hennar hér ofar).
Þau Andri Örn giftu sig, eignuðust tvö börn.
Andri lést 2002.

I. Maður Elvu Óskar var Andri Örn Clausen, leikari, f. 25. febrúar 1954, d. 3. desember 2002. Foreldrar hans voru Hans Arreboe Clausen málarameistari, leiðsögumaður, f. 10. ágúst 1918, d. 7. október 2009, og Helena Bojkow Clausen, hjúkrunarfræðingur, f. 26. apríl 1922, d. 22. júní 1999.
Börn þeirra:
1. Agnes Björt Clausen, f. 23. júní 1991.
2. Benedikt Clausen, f. 30. mars 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.