Ásta Katrín Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Katrín Ólafsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 25. desember 1958 í Eyjum og lést 24. ágúst 2024 á Lsp.
Foreldrar hennar Ólafur Oddgeirsson frá Breiðuvík við Kirkjuveg 82, rafvirkjameistari, f. 30. mars 1929, d. 12. ágúst 1998, og kona hans Ragna Lísa Eyvindsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. mars 1934, d. 25. febrúar 2006.

Börn Rögnu Lísu og Ólafs:
1. Eyvindur Ólafsson rafvirki, f. 25. desember 1952 í Eyjum. Barnsmæður hans hans Aðalheiður Tryggvadóttir og Sólveig Kristjánsdóttir. Kona hans Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir.
2. Hjörtur Ólafsson tölvufræðingur, f. 18. ágúst 1955 í Eyjum. Fyrrum kona hans Gunnur Inga Einarsdóttir. Kona hans Svandís Ingimundardóttir.
3. Hlynur Ólafsson grafískur hönnuður, auglýsingateiknari, fyrrverandi starfsmaður Flugfélags Íslands, f. 12. ágúst 1956 í Eyjum. Kona hans Þórdís Magnúsdóttir.
4. Ásta Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1958 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Wirkner Guðmundsson, látinn.
5. Lilja Björk Ólafsdóttir, f. 19. ágúst 1962 í Eyjum. Maður hennar Óskar Óskarsson.
6. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona, f. 24. ágúst 1964 í Eyjum. Maður hennar Andri Örn Clausen, látinn.

Þau Jóhannes giftu sig 1979, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Áshamar, síðan við Foldahraun, en síðast í Rvk.

I. Maður Ástu, (7. apríl 1979), var Jóhannes Wirkner Guðmundsson, f. 28. október 1958, d. 27. maí 2023.
Börn þeirra:
1. Rósa Konný Jóhannesdóttir, f. 11. janúar 1982. Maður hennar Einar Páll Pétursson.
2. Daníel Örn Wirkner, f. 17. maí 1984. Maki hans Rakel Dögg Wirkner.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.