Hlynur Ólafsson
Hlynur Ólafsson grafískur hönnuður fæddist 12. ágúst 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Oddgeirsson rafvirkjameistari, f. 30. mars 1929, og kona hans Ragna Lísa Eyvindsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. mars 1934 á Siglufirði.
Börn Rögnu Lísu og Ólafs:
1. Eyvindur Ólafsson rafvirki, f. 25. desember 1952 í Eyjum. Barnsmæður hans hans Aðalheiður Tryggvadóttir og Sólveig Kristjánsdóttir. Kona hans Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir.
2. Hjörtur Ólafsson tölvufræðingur, f. 18. ágúst 1955 í Eyjum. Fyrrum kona hans Gunnur Inga Einarsdóttir. Kona hans Svandís Ingimundardóttir.
3. Hlynur Ólafsson grafískur hönnuður, f. 12. ágúst 1956 í Eyjum. Kona hans Þórdís Magnúsdóttir.
4. Ásta Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1958 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Guðmundsson.
5. Lilja Björk Ólafsdóttir, f. 19. ágúst 1962 í Eyjum. Maður hennar Óskar Óskarsson.
6. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona, f. 24. ágúst 1964 í Eyjum. Maður hennar Andri Örn Clausen, látinn.
Hlynur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði grafíska hönnun í Mynlistar- og handíðaskólanum 1984-1988 og hefur sótt ýmis námskeið.
Hlynur var starfsmaður Flugfélags Íslands og síðan Flugleiða 1976-1984. Hann hefur unnið fyrir auglýsingastofur og eigið fyrirtæki. Hlynur hefur teiknað frímerki fyrir Íslandspóst.
Þau Þórdís giftu sig 1979, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 68 1986, búa nú við Hraunbraut í Kóp.
I. Kona Hlyns, (7. apríl 1979), er Þórdís Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 19. júlí 1954 í Reykjavík.
Börn þeirra::
1. Hans Róbert Hlynsson fjármálaverkfræðingur, bamkastarfsmaður, f. 29. ágúst 1985. Kona hans Guðný Jónasdóttir.
2. Aníta Björk Hlynsdóttir verkfræðingur í London, vinnur í róbottum hjá Bloomberg. Sambúðarmaður hennar Tom Wintle.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Hlynur.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.