Elsa Dóróthea Bjarnadóttir
Elsa Dóróthea Bjarnadóttir vinnukona fæddist 15. september 1843 í Pétursey í Mýrdal og lést 15. nóvember 1903.
Foreldrar hennar voru Bjarni Sveinsson bóndi, f. 17. ágúst 1812, d. 10. febrúar 1857, og kona hans Guðríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1816, d. 17. nóvember 1869.
Bróðir Elsu í Eyjum:
1. Bjarni Bjarnason bóndi í Stóra-Gerði, síðar í Utah, f. 1846, d. 22. ágúst 1918.
Elsa var með foreldrum sínum í Pétursey til 1852, og enn 1855, kom frá Berjanesi u. Eyjafjöllum 1860, var vinnukona í Sólheimakoti í Mýrdal 1860, í Garðakoti þar 1870-1871/5, á Felli þar 1875/8-1879.
Hún fór til Eyja 1879, var vinnukona í Stóra-Gerði hjá Bjarna bróður sínum 1880, hjá Sigurði Sigurfinnssyni í Boston 1990, hjá |Jónasi í Nýjabæ 1901.
Hún var vinnukona á Oddstöðum, er hún lést 1903.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.