Heba Magnúsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Heba Magnúsdóttir.

Heba Magnúsdóttir sjúkraþjálfari fæddist 22. ágúst 1965 í Braunszweig í Þýskalandi.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson frá Rafnsholti við Kirkjuveg 66, matvælatæknir, f. 25. apríl 1940, og kona hans Elín Halldórsdóttir frá Pétursey við Hásteinsveg 43 , húsfreyja, starfsmaður við heimahjúkrun, f. 10. desember 1941.

Börn Elínar og Magnúsar:
1. Sandra Magnúsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 6. júní 1961 að Ásavegi 12. Maður hennar er Ívar Brynjólfsson.
2. Jón Magnússon skipstjóri, verkamaður á Keflavíkurflugvelli, f. 29. desember 1963. Kona hans er Juanita Bauptista frá Filippseyjum.
3. Heba Magnúsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 22. ágúst 1965. Maður hennar er Indro Candi, ítalskrar ættar.
4. Halldór Magnússon forritari á Englandi, f. 23. nóvember 1976. Ókv.

Heba var með foreldrum sínum.
Hún lauk B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun í Andrews University í Bandaríkjunum 1990, lauk M.Sc.-prófi í sama skóla 1991.
Hún var sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Lailu 1991-2000, á Elliheimilinu Grund 2001-2004, á M..S. Setrinu frá 2005.
Þau Indro Indriði giftu sig 1984, eignuðust tvö börn.

I. Maður Hebu, (23. júní 1984), er Indro Indriði Candi arkitekt, f. 17. mars 1964. Foreldrar hans Manlioa Candi tæknifræðingur, f. 5. september 1933, d. 22. mars 2013, og kona hans og Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir Candi húsfreyja, kennari, f. 10. desember 1930, d. 28. september 2018.
Börn þeirra:
1. Karel Candi kvikmyndagerðarmaður, f. 1. janúar 1995. Sambúðarkona hans Anna Marý Magnúsdóttir.
2. Markus Candi nemi, f. 3. apríl 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heba.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. október 2018. Minning Sigríðar Candi.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.