Guðný Óskarsdóttir (Litlagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Ingigerður Óskarsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 4. september 1948.
Foreldrar hennar Óskar Þorgilsson, bifvélavirkjameistari, bílamálningameistari, f. 5. mars 1919, d. 6. september 2006 í Hraunbúðum, og kona hans Pálína Ingunn Benjamínsdóttir, húsfreyja í Rvk, f. 4. apríl 1918, d. 6. september 1974.

Börn Pálínu og Óskars:
1. Guðný Ingigerður Óskarsdóttir verslunarmaður, f. 4. september 1948. Fyrrum maður hennar Gústaf Adolf Andrésson. Maður hennar Einar Steingrímsson.
2. Kolbrún Óskarsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1949. Hún bjó í Bretlandi 1986. Maður hennar Eugene McCarthy, látinn.
3. Óskar Gunnar Óskarsson bílamálari í Reykjavík, f. 29. mars 1953. Kona hans Þorfríður Magnúsdóttir.
4. Pétur Óskarsson bílamálari í Reykjavík, f. 21. ágúst 1954. Kona hans Susanna Blanco.

Þau Gústaf eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Einar giftu sig 1984, eignuðust ekki börn saman, en hann fóstraði börn hennar frá fyrra sambandi. Þau búa við Litlagerði 11.

I. Maður Guðnýjar, skildu, var Gústaf Adolf Andrésson, f. 26. janúar 1946, d. 9. desember 2022. Foreldrar hans Júlíus Andrés Ásgrímsson, f. 2. desember 1921, d. 2. september 2016 og Halldóra Jóhannsdóttir, f. 12. september 1922, d. 23. nóvember 2016.
Börn þeirra:
1. Dóra Björk Gústafsdóttir, húsfreyja, f. 10. október 1970, d. 13. september 2015.
2. Guðrún Erla Gústafsdóttir, húsfreyja, f. 18. febrúar 1972.
3. Gústaf Adolf Gústafsson, stálskipasmiður, f. 31. janúar 1974.

II. Maður Guðnýjar er Einar Steingrímsson, flugumferðarstjóri, f.22. desember 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.