Hersteinn Brynjúlfsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hersteinn Brynjólfsson frá Helgafelli, (Brynjólfsbúð), forvörslufræðingur fæddist 22. júní 1945.
Foreldrar hans voru Brynjúlfur Sigfússon kaupmaður, tónlistarmaður, frumkvöðull, f. 1. mars 1885 á Löndum, d. 27. febrúar 1951, og síðari kona hans Ingrid Sigfússon húsfreyja, f. 8. ágúst 1909 í Maribo á Lálandi í Danmörku, d. 8. desember 2013.

Börn Ingrid og Brynjólfs:
1. Aðalsteinn Brynjúlfsson, fæddur 1. nóvember 1936, d. um áramót 2013 og 2014.
2. Bryndís Brynjúlfsdóttir, fædd 26. apríl 1941.
3. Hersteinn Brynjúlfsson, fæddur 22. júní 1945.
4. Þorsteinn Brynjúlfsson, fæddur 3. desember 1947, d. 10. júlí 2000.

Hersteinn var með foreldrum sínum í fyrstu, en faðir hans lést, er Hersteinn var á sjötta árinu. Hann var með móður sinni.
Hersteinn varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1962, lærði forvörslu listaverka og safnfræði á Ítalíu og forvörslu skinnhandrita í Bretlandi.
Hann var skrifstofumaður hjá Skeljungi um stund, síðan varð hann forvörðu hjá Stofnun Árna Magnússonar.
Þau Agnes giftu sig 1976, eignuðust eitt barn. Þau búa í Reykjavík.

I. Kona Hersteins, (24. júlí 1976), er Agnes Aðalgeirsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1951. Foreldrar hennar voru Aðalgeir Axelsson, f. 13. maí 1927, d. 22. maí 2004, og Lóa Stefánsdóttir Sigurðsson hárgreiðslukona, síðast í Kanada, f. 24. mars 1933, d. 21. mars 2005.
Barn þeirra:
1. Kári Hersteinsson stúdent, nemur fornleifafræði, f. 23. maí 1990, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Frændgarður. Björn Magnússon. Prentsmiðjan Leiftur Hf. 1981.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.