Blik 1978/Vestmannaeyskar fegurðardísir ...

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1978



Vestmannaeyskar fegurðardísir


ctr



Halldóra Björk Jónsdóttir og Ásdís Loftsdóttir.


Hinn 28. maí sl. var efnt til fegurðarsamkeppni stúlkna í Reykjavík. Í þessari Fegurðarsamkeppni Íslands, eins og þessi sýning var kölluð, unnu tvær stúlkur úr Vestmannaeyjum fyrstu og önnur verðlaun. Ungfrú Ísland var kjörin Halldóra Björk Jónsdóttir, barnabarn hjónanna kunnu frá Bólstaðarhlíð við Heimagötu, frú Ingibjargar Ólafsdóttur og Björns vélstjóra Bjarnasonar. Foreldrar hennar eru sem sé hjónin Jón Björnsson og frú Bryndís Jónsdóttir.
Önnur verðlaun á fegurðarsamkeppni þessari hlaut Ásdís Loftsdóttir. Hún er dóttir hjónanna frú Steinu Scheving frá Langholti við Vestmannabraut og Lofts Magnússonar verzlunarmanns, barnabarn frú Ólafíu Jónsdóttur og Guðjóns Schevings, málarameistara.