Blik 1960/Myndasyrpa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1960



Myndasyrpa


ctr


SKOTLANDSFERÐ


Á síðastliðnu sumri efndu Vestmannaeyingar til hópferðar til Skotlands.
Þátttakendur voru 32 að tölu. Farið var með ms. Gullfossi, sem tók þátttakendurna hér í Eyjum 29. ágúst. Dvalið var í Skotlandi frá 1. til 7. september og ferðast víða.
Mynd sú, er hér birtist, var tekin af hópnum í einu af fegurstu héruðum Skotlands við Loch Katrine í Trossachs, sem er einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum í Evrópu.
Talið frá v. í neðri röð: Robertsson leiðsögumaður, bifreiðarstjórinn, Ragnar Jónsson. Ágústa Lárusdóttir, Sigurður Sigurðsson, Hulda Pálsdóttir,Ásta Jóhannesdóttir, Sævar Jóhannesson, Birna Jóhannesdóttir, Hannes Helgason, Sigurður B. Sigurðsson, Ingólfur Hansen, Ársœll Ársœlsson, Vigfús Guðlaugsson, Hannes Haraldsson, Hlöðver Haraldsson.
Efri röð frá vinstri: Sigfús J. Johnsen fararstjóri, Margrét Pálsdóttir, Kristín Georgsdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Grétar Þórarinsson, Árni Johnsen, Atli Aðalsteinsson, Ólöf Oddný Ólafsdóttir, Sveinbjörn Guðlaugsson, Ársæll Lárusson, Svavar Steingrímsson, Árni Óli Ólafsson, Ágúst Þórarinsson og Óskar Alfreðsson.
Á myndina vantar: Birgi Vigfússon og Sigurgeir Sigurjónsson.


ctr


FYRSTA SKÁTASVEIT Í VESTMANNAEYJUM


Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Gíslason frá Eyjarhólum, Kristján Magnússon frá Dal, Guðlaugur Gíslason frá Eyjarhólum, Jóhann Þorsteinsson frá Hæli.
Fremri röð frá v.: Þórarinn Bernótusson frá Stakkagerði, Sigurður Guttormsson frá Frydendal, Sigurbjörn Kárason frá Presthúsum.
Myndin mun tekin 1925. Skátasveit þessi hét Gammar. — Hana stofnaði Edvard Frederiksen¹), yngri. Sveit þessi hélt lífi í 2—3 ár. Þá tvístruðust piltarnir, fóru úr bænum til náms o.fl. ¹) Leiðr. (Heimaslóð).

ctr


Vélstjóranámskeið hið minna í Vestmannaeyjum 1. okt. 1959-15. jan. 1960.

V.=Vestmannaeyjum.
Aftasta röð frá vinstri: 1. Þórhallur Þórarinsson, V., 2. Sigurgeir Jónsson, Þórlaugargerði, V., 3. Sigurður E. Pétursson, Heimagötu, V., 4. Leví William Konráðsson, Sauðárkróki, 5. Sigurður Þór Ögnmndsson, V., 6. Jón Árm. Sigurjónsson, V., 7. Jósep Valgeirsson frá Keflavík, 8. Sæmundur Árnason, V., 9. Lárus Sævar Sæmundsson úr Mýrdal, 10. Hannes Helgason, Vesturhúsum, V.
Miðröð frá vinstri: 1. Gísli Árnason frá Grundarfirði, 2. Haraldur Traustason, V., 3. Vilmundur Þórir Kristmundsson, V., 4. Theodór Þráinn Bogason, Njarðarstíg 17, V., 5. Birgir Pálsson, Sandvík, Bárðardal, 6. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, 7. Baldur Ragnarsson frá Stykkishólmi, 8. Gunnar Ólafsson, V., 9. Ástvaldur Valtýsson, Kirkjufelli, V., 10. Gunnlaugur Björnsson, Gjábakka, V., 11. Óli Sveinn Bernhardsson frá Ólafsfirði, 12. Hreinn Smári Guðsteinsson, Bjarkarlundi, V., 13. Matthías Jónsson, Brimhólabraut 14, V.
Fremsta röð frá vinstri: 1. Jón Rúnar Sigurðsson, V., 2. Þormóður Stefánsson, Kirkjub.braut V., 3. Eyjólfur Pálsson, kennari, V., 4. Helga Eiðsdóttir, fimleikakennari, V., 5. Guðmundur Eiríksson, vélstjóri, Reykjavík, forstöðumaður námskeiðsins f.h. Fiskifélags Íslands, 6. Tryggvi Gunnarsson, kennari, V., 7. Ágúst Pálmar Óskarsson, V., 8. Sveinn Gíslason frá Hvanneyri, V.


ctr


Stýrimannanámskeið í Vestmannaeyjum frá 15. sept. 1959—15. jan. 1960


V.= Vestmannaeyjum.
Aftasta röð frá vinstri: 1. Björn Jónsson, Vatnsdal, V., 2. Einar Þórarinsson, Eyrarbakka, 3. Guðni Grímsson, Oddgeirshólum, V., 4. Hörður Sigurbjörnsson, Heiði, V. 5. Ástvald Valdimarsson, Hafnafirði, 6. Sigurður Georgsson, Sætúni, V., 7. Björn Gústafsson, Djúpavogi, 8. Jóhann Júlíus Andersen, Brimhólabr. V., 9. Guðbjartur Herjólfsson, Einlandi, V., 10. Már Lárusson, Raufarhöfn, 11. Jón Bryngeirsson, Búastöðum, V.,
Miðröð frá vinstri: 1. Georg Stanley Aðalsteinsson, Vesturv. 8, V., 2. Hólmar Aðalbertsson, Heiði, V., 3. Páll Ársælsson, V.-Landeyjum, V., 4. Sigurjón Guðnason, Stöðvarfirði, 5. Guðmundur Á. Böðvarsson, Vallargötu, V., 6. Hermann Pálsson, Vallargötu, V., 7. Bernhard Ingimundarson, Vallargötu, V., 8. Sigurður Guðvarðsson, Fljótum, 9. Friðrik Ág. Hjörleifsson, Grænuhlíð, V., 10. Guðmundur K. Guðfinnsson, Heimagötu 28, V., 11. Einar Ólafsson, Viðivöllum, V., 12. Jón Ingólfsson, Reykholti, V.
Fremsta röð frá vinstri: 1. Kjartan Guðjónsson, Stöðvarfirði, 2. Baldvin Skæringsson, Illugagötu, V., 3. Steingrímur Benediktsson, kennari, V., 4. Friðrik Ásmundsson frá Löndum, forstöðumaður námskeiðsins, 5. Angantýr Elíasson, kennari, V., 6. Eiríkur Guðnason, kennari, V., 7. Theódór Georgsson, kennari, V., 8. Sveinn Valdimarsson frá Varmadal, V.
Á myndina vantar Kristján Lárenzíusson frá Stykkishólmi og Óskar Þórarinsson, V.


ctr


STÝRIMANNANÁMSKEIÐ Í VESTMANNAEYJUM 1927


Aftari röð frá vinstri: 1. Sigurður Bjarnason frá Stokkseyri, 2. Halldór Halldórsson frá Stokkseyri, nú að Helgafellsbraut 23, 3. Guðjón Þorkelsson, Sandprýði, 4. Högni Friðriksson, 5. Gísli Gíslason frá Stokkseyri, 6. Óskar Illugason (leiðr.).
2. Fremri röð frá v.: 1. Jónas Bjarnason frá Stokkseyri, nú að Boðaslóð 5, 2. Hafsteinn Bergþórsson, prófdómari, 3. Ingibjartur Ólafsson, prófdómari, 4. Sigfús Scheving, kennari, sem á sínum tíma hélt hér stýrimannanámskeið um margra ára skeið og vann með því bæjarfélaginu ómetanlegt gagn.


MYNDIR TEKNAR Í ELLIÐAEY:

Efst til vinstri: Þórarinn Guðjónsson frá Kirkjubæ t.v., Kristófer Guðjónsson frá Oddsstöðum t.h. Þeir deila um „keisarans skegg“ úti í Elliðaey. „Allt í gamni, góurinn minn,“ sagði kerlingin og sneri upp á nefið á karli sínum.
Miðmyndin til vinstri: V/b Ester liggur við Elliðaey 19. júli 1934. Farangri skipað upp. Neðst situr Kristófer Guðjónsson, þá er Pétur Guðjónsson og efstur er Einar Einarsson frá Norðurgarði, allt kunnir fjallamenn, sem hljóta að hafa margar lundasálir á samvizku sinni.
Til hægri efst: Veiðimannakofinn í Elliðaey, eins og hann leit út, þegar Guðjón bóndi Jónsson á Oddsstöðum fékk byggingu fyrir Oddsstaðajörðinni; það var vorið 1900.

Fólkið frá vinstri:

1. Ísleifur Högnason, kaupfélagsstjóri,
2. Helga Rafnsdóttir, kona hans,
3. Kristófer Guðjónsson, veiðimaður,
5. Gréta Illugadóttir, húsfrú, Akri.
Drengurinn til vinstri er Björn Th. Bjömsson, nú listfr. Aðrir óþekktir.
Myndin tekin 1930.
Miðmyndin til hægri: Veiðimannarannurinn í Elliðaey nú, byggður 1955. Mesti kostur þessa húss, er haft eftir einum veiðigarpinum, er sá, að „það er svo fallegt að sjá heim úr nýju kojunni, þegar ég er sofnaður á kvöldin.“ Neðst er veiðimannakofinn í Elliðaey frá árinu 1931 til þess, er hinn nýi var byggður 1955, eins og að ofan segir. Fólkið frá vinstri:
1. Einar Einarsson frá Norðurgarði,
2. Kristófer Guðjónsson frá Oddsstöðum,
3. Pétur Guðjónsson frá Kirkjubæ,
4. Guðjón Björnsson, Gerði,
5. Jón Stefánsson, Mandal.
6. Drengurinn mun vera Guðlaugur sonur Kristófers Guðjónssonar.





Sumarið 1957 tók skólastjóri Gagnfrœðaskólans sér ferð á hendur til Noregs til þess m.a. „að rýma til á vinnumarkaðnum“ hér í Eyjum á þessum tíma árs. Þarna dvaldist hann hjá norskum bónda í Suður-Noregi svo vikum skipti og stundaði m.a. torgsölu með honum á sölutorginu í Arendal. Myndin sýnir skólastjóra, þar sem hann reynir að pranga eggjum, eplum, gúrkum og öðrum jarðargróðri inn á norskar húsmæður, að ógleymdum blómum. Norski bóndinn sagði sölu sína á torginu óvenjulega mikla, meðan Eyjaskeggi þessi var honum til aðstoðar, og taldi hann ástæðuna vera þá, að hinar rosknu, norsku húsmæður hefðu svo gaman af að skipta við Íslendinginn, því að margt er líkt með skyldum, eins og máltækið segir.


ctr

Vestmannaeyjadrengur í sveit.
Skólastjóri Gagnfræðaskólans hefur margra ára reynslu af þvi, að á gott heimili í sveit hefur margur unglingur úr Eyjum sótt fræðslu og aukizt að víðsýni um annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar, komizt á margvíslegan hátt í snertingu við „Móður náttúru“ og heyjað sér drjúgan og gagnlegan orðaforða.
Sveitin kemur öllum efnilegum unglingum til nokkurs þroska. Það á hún sameiginlegt með góðum skóla.


ctr

Tveir Eyjameistarar af eldri kynslóðinni.