Sigfús Jörundur Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigfús

Sigfús Jörundur Árnason Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930 og lést 2. nóvember 2006. Foreldrar hans voru Margrét Marta Jónsdóttir (fædd að Kirkjulandi í Landeyjum 5. mars 1895, dáin 15. maí 1948) og Árni J. Johnsen (fæddur í Frydendal 13. október 1892, dáinn 15. apríl 1963).

Eftirlifandi eiginkona Sigfúsar er Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Þorsteinn Ingi, Árni, Gylfi, Margrét, Þór og Sif.

Nám og störf

Eftir brautskráningu frá Verslunarskóla Íslands og kennarapróf gerðist Sigfús kennari og síðar yfirkennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum.

Eftir flutning til Reykjavíkur 1969 starfaði hann lengst af sem kennari við Vogaskóla og síðar félagsmálastjóri í Garðabæ.

Félagsstörf

Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi, s.s. formennsku Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, varaformennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, varaþingmennsku fyrir Suðurlandskjördæmi og formennsku í félagi sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi í Reykjavík.

Sigfús var frumkvöðull í ferða- og samgöngumálum á yngri árum, stofnaði Eyjaflug til að bæta samgöngur milli lands og Eyja og stofnaði og rak ferðaskrifstofu frá Vestmannaeyjum sem þúsundir landsmanna nýttu. Sigfús var fram eftir aldri virkur bjargveiðimaður í Eyjum og var kjörinn heiðursfélagi í Bjargveiðifélagi Bjarnareyinga 2004. Sigfús var virkur í starfi Freeport-klúbbsins og formaður hans um tíma. Þá starfaði Sigfús um árabil í Gideon-hreyfingunni.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Sigfús Jörundur Johnsen.


Heimildir

  • Morgunblaðið, 4. nóvember 2006.