Blik 1960/Bókaútgáfan enn

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1960



Bókaútgáfa enn


Síðan í fyrra hafa þessir Eyjabæklingar bætzt við í Byggðarsafn Vestmannaeyja:

ÖLGRÆÐGI RÁÐGJAFANNA eftir H. Sigurðsson. Vm. 1933.
Gef.: Þorbjörn Guðjónsson bóndi, Kirkjubæ.

HVÍTASUNNUHREYFINGIN, eftir P. Jakobsson; Ásm. Eiríksson þýddi. Vestm. 1935.
Gef.: Einar Gíslason, Arnarhóli.

MÁLSHÆTTIR, safnað af Unu Jónsdóttur, skáldkonu. Vestm. 1929. Gef.: Einar Sigurfinnsson, Sólvangi.

Okkur vantar einn bækling, sem við vitum um að kom út hér í Eyjum. Hann hét Á KROSSGÖTUM.
Nokkur blöð vantar í ÞÓR,
annað blaðið af DUNDRI Ása í Bæ og Bj. Guðm.
og svo DAGBLAÐIÐ, sem Einar Sigurðsson og fl. gáfu út.
Þá er ekki Víðir allur samfelldur enn. Nú veit ég, að Eyjabúar leita vel hjá sér einu sinni enn. Brátt eigum við þá öll blöð og alla bæklinga, sem hér hafa komið út síðan 1917, allt á einum stað, um 130 blöð og bæklingar.

Þ.Þ.V.
S P A U G

Kona: Ég er svo óskaplega hrædd um, að ég verði grafin lifandi, þegar ég dey, herra læknir.
Læknirinn: Það þurfið þér ekki að vera hrædd um, frú, ef ég stunda yður, þegar þar að kemur.