Blik 1959/Gamlir bæir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1959



Gamlir bæir





EYSTRI GJÁBAKKI, JARÐARHÚS.
Að öllum líkindum er hús þetta byggt 1895. Árið áður, 8. des. 1894, fékk Þorkell Jónsson, bróðir Einars bónda í Norðurgarði, byggingu fyrir Eystri-Gjábakka. Árið eftir mun hann hafa byggt húsið. Þorkell Jónsson fluttist til Vesturheims árið 1902 eða 1903.


ctr


GAMLI BÆRINN Á STÓRA-GERÐI, byggður 1901.
Þar stóð áður lítill bœr með hárri burst. Torfþak var á, en stafnar úr timbri. Lítill gluggi var á hvorum stafni. Það bæjarhús sneri norður og suður en eldhús til hliðar.
Bœr sá, sem hér birtist mynd af, snýr frá austri til vesturs og sér hér norðurhlið hans. Eldhús er í vesturenda.
Árið 1866, 16. júní, var J.P.T. Bryde, kaupmanni, byggð jörðin Nyrðra-Stóra-Gerði, er var „feituliðug“ við burtför ekkju Chr. Magnússonar, verzlunarmanns og flutti kaupmaðurinn þangað sama ár.
Árið 1888, 21. júní fékk Guðlaugur Jóhann Jónsson, faðir Stefáns í Gerði, byggingu fyrir Syðra-Stóra-Gerði. Bróðir Guðlaugs, Jón, fékk þá um líkt leyti byggingu fyrir hinni Gerðisjörðinni, Nyrðra-Stóra-Gerði. Foreldrar þeirra bræðra voru hjón á Presthúsum.
Jón bóndi Jónsson byggði bæinn, sem myndin er af. Hann var giftur Guðbjörgu Björnsdóttur, systur hinna kunnu bænda hér, Guðjóns á Kirkjubóli og Finnboga í Norðurgarði. Guðbjörg var fædd undir Eyjafjöllum 25. júni 1855. Hún dó í gamla bænum sínum 4. maí 1935. Jón bóndi dó 1925.
Jón og Guðbjörg voru foreldrar Jónínu og Björns, sem nú búa í Norður-Gerði. Steinhús það, er þau búa í, var byggt 1907.

Þ.Þ.V.