Björn Magnússon Bergmann (Kornhól)
Fara í flakk
Fara í leit
Björn Magnússon Bergmann frá Kornhól fæddist 13. júni 1805 í Reykjavík og lést 7. júlí 1817.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson Bergmann verslunarstjóri, f. 1774, d. 18. ágúst 1848, og kona hans Þórunn Teitsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1776, d. 14. ágúst 1830.
Björn var með foreldrum sínum frá fæðingu.
Hann lést 12 ára við hrap úr Hrútaskorum í Bjarnarey 7. júlí 1817.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.