Kristín Bernharðsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Bernharðsdóttir, húsfreyja, bankastarfsmaður, fjármálastjóri fæddist 19. júlí 1959.
Foreldrar hennar Bernharð Ingimundarson, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 30. október 1935, og kona hans Oddný Fjóla Sigurðardóttir, vinnukona, húsfreyja, f. 18. október 1936.

Börn Fjólu og Bernharðs:
1. Ingimundur Bernharðsson þjónustufulltrúi í Reykjavík, f. 21. febrúar 1955. Kona hans Guðrún Ásdís Lárusdóttir.
2. Kristín Bernharðsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 19. júlí 1959. Maður hennar Sigurður Baldursson.
3. Hávarður Guðmundur Bernharðsson húsasmíðameistari á Ísafirði, f. 30. september 1962. Fyrrum kona hans Sigrún Jóna Sigmarsdóttir. Kona hans Ingibjörg Snorradóttir.

Kristín eignaðist barn með Lofti 1981.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.

I. Barnsfaðir Kristínar er Loftur Ásgeirsson, f. 17. júní 1949.
Barn þeirra:
1. Ásgeir Örn Loftsson, f. 4. apríl 1981.

II. Maður Kristínar er Sigurður Baldursson, framkvæmdastjóri, f. 23. febrúar 1960. Foreldrar hans Baldur Einar Jóhannesson, f. 17. apríl 1932, d. 6. nóvember 2011, og Elínborg Kristjánsdóttir, f. 10. september 1930.
Börn þeirra:
2. Orri Sigurðsson, f. 3. júlí 1993.
3. Fjóla Sigurðardóttir, f. 16. júlí 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.