Ingimundur Bernharðsson (þjónustufulltrúi)
Ingimundur Bernharðsson, sjómaður, bifvélavirkjameistari, þjónustufulltrúi fæddist 21. febrúar 1955 í Eyjum.
Foreldrar hans Bernharð Ingimundarson, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, f. 30. október 1935, og kona hans Oddný Fjóla Sigurðardóttir, vinnukona, húsfreyja, f. 18. október 1936.
Börn Fjólu og Bernharðs:
1. Ingimundur Bernharðsson þjónustufulltrúi í Reykjavík, f. 21. febrúar 1955. Kona hans Guðrún Ásdís Lárusdóttir.
2. Kristín Bernharðsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, fjármálastjóri, f. 19. júlí 1959. Maður hennar Sigurður Baldursson.
3. Hávarður Guðmundur Bernharðsson húsasmíðameistari á Ísafirði, f. 30. september 1962. Fyrrum kona hans Sigrún Jóna Sigmarsdóttir. Kona hans Ingibjörg Snorradóttir.
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eyjum, á Skagaströnd, Akureyri og í Rvk.
I. Kona Ingimundar er Guðrún Ásdís Lárusdóttir, frá Skagaströnd, húsfreyja, f. 9. ágúst 1954.
Börn þeirra:
1. Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, húsfreyja, vinnur við aðhlynningu og er í námi í leikskólafræðurm í HÍ, f. 19. maí 1975.
2. Bernharð Kristinn Ingimundarson, ljósmyndari, f. 11. desember 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Sigurlaug Lára.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.