Arnþór Árnason (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Arnþór Árnason.

Arnþór Árnason kennari fæddist 28. október 1904 að Garði í Mývatnssveit og lést 19. október 1983.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson bóndi, f. 19. september 1856, d. 19. nóvember 1926, og kona hans Guðbjörg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1863, d. 17. október 1937.

Arnþór var með foreldrum sínum.
Hann nam við Alþýðuskólanum á Eiðum 1922-1924, lauk kennaraprófi 1932.
Hann var kennari í Hálsasveit í Borgarfirði 1932-1933, í Norðfirði 1933-1943, í Öxarfjarðarskóla 1943-1948, Barnaskólanum í Eyjum frá 1948-1956.
Arnþór var forstöðumaður silungaklaks í Mývatnssveit 1924-1930, formaður Sambands þingeyskra ungmennafélaga 1927-1930, vann að söfnun íslenskra fræða, ritaði sögur og greinar, gaf út kvæði í tímaritum og blöðum.
Hann bjó í Reykjavík 1966-dd. 1983. Þau Helga Lovísa giftu sig 1936, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Viðey við Vestmannabraut 30 og í Fagranesi við Hásteinsveg 34.

I. Kona Arnþórs, (7. maí 1936), var Helga Lovísa Jónsdóttir frá Vatnsleysu í Viðvíkursveit, í Skagaf., húsfreyja, f. 9. júní 1912, d. 25. febrúar 2000.
Börn þeirra:
1. Ásrún Björg Arnþórsdóttir, f. 26. mars 1938 á Norðfirði, d. 6. október 2017. Fyrrum maður hennar Hálfdán Ágúst Jónsson. Maður hennar Sigmundur Indriði Júlíusson.
2. Árni Jón Arnþórsson, f. 4. júlí 1944. Kona hans Ragnhildur Ásmundsdóttir.
3. Drengur, f. 30. ágúst 1949, d. 2. september 1949.
4. Helga Arnþórsdóttir, f. 12. september 1952 í Eyjum. Maður hennar Bjarni Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.