Ásrún Björg Arnþórsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ásrún Björg Arnþórsdóttir.

Ásrún Björg Arnþórsdóttir fæddist 26. mars 1938 á Norðfirði og lést 6. október 2017 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Arnþór Árnason frá Garði í Mývatnssveit, kennari, f. 28. október 1904, d. 19. október 1983, og kona hans Helga Lovísa Jónsdóttir frá Vatnsleysu í Viðvíkursveit í Skagafirði, húsfreyja, f. 9. júní 1912, d. 25. febrúar 2000.

Börn Helgu og Arnþórs:
1. Ásrún Björg Arnþórsdóttir, f. 26. mars 1938 á Norðfirði, d. 6. október 2017. Fyrrum maður hennar Hálfdán Ágúst Jónsson. Maður hennar Sigmundur Indriði Júlíusson.
2. Árni Jón Arnþórsson, f. 4. júlí 1944. Kona hans Ragnhildur Ásmundsdóttir.
3. Drengur, f. 30. ágúst 1949, d. 2. september 1949.
4. Helga Arnþórsdóttir, f. 12. september 1952 í Eyjum. Maður hennar Bjarni Sigurðsson.

Ásrún var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Öxarfjarðar og til Eyja 1948, til Reykjavíkur 1956.
Þau Hálfdán Ágúst giftu sig, eignuðust fimm börn, en skildu 1972.
Þau Sigmundur Indriði giftu sig 1980, eignuðust ekki börn saman.
Ásrún Björg lést 2017.

I. Maður Ásrúnar Bjargar, (28. desember 1957, skildu 1972), var Hálfdán Ágúst Jónsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 12. febrúar 1933, d. 12. maí 2010. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson frá Kerlingardal í Mýrdal, sjómaður, verkamaður, f. 9. ágúst 1904, fórst í lendingu í Vík þar 6. mars 1941, og kona hans Þórhildur María Hálfdánardóttir húsfreyja, f. 13. júní 1907, d. 29. nóvember 1954.
Börn þeirra:
1. Arnþór Helgi Hálfdánarson, f. 17. ágúst 1957 í Eyjum. Fyrri kona hans Guðrún Júlía Jensdóttir. Kona hans Guðlaug Bernódusdóttir.
2. Ágústa Björg Hálfdánardóttir, f. 17. ágúst 1957 í Eyjum. Barnsfaðir Guðmundur Oddbergsson. Maður hennar Guðni Agnarsson.
3. Gunnhildur Hálfdánardóttir, f. 11. nóvember 1958 í Eyjum. Maður hennar Guðmundur Karvel Pálsson.
4. Jón Víkingur Hálfdánarson, f. 24. júní 1961. Kona hans Sigríður Erlendsdóttir.
5. Anna Margrét Hálfdánardóttir, f. 28. október 1962. Fyrri maður hennar Jón Bergmann Skúlason. Maður hennar Guðbergur Guðnason.

II. Maður Asrúnar Bjargar, (6. september 1980), er Sigmundur Indriði Júlíusson bókhaldari, tónlistarmaður, f. 30. september 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.