Anna María Kristjánsdóttir
Anna María Kristjánsdóttir, húsfreyja, fiskverkakona, starfsmaður í athvarfi fyrir börn, fæddist 10. desember 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar Kristján Guðni Sigurjónsson sjómaður, skipstjóri, f. 3. ágúst 1931 á Ólafsfirði, d. 15. desember 1983, og kona hans Sigurveig Margrét Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 14. ágúst 1929, d. 5. júní 1995.
Barn Kristjáns Guðna og Þórunnar Magnúsdóttur:
1. Magnús Þór Kristjánsson, f. 15. janúar 1947. Hann varð kjörbarn móðurforeldra sinna undir nafninu Magnús Þór Magnússon.
Börn Margrétar og Kristjáns Guðna:
2. Ólafur Örn Kristjánsson vélfræðingur í Ástralíu, f. 1. apríl 1948 á Siglufirði.
3. Sigurjón Marvin Kristjánsson vélstjóri, byggingatæknifræðingur í Noregi, f. 7. júní 1952 að Hásteinsvegi 7.
4. Anna María Kristjánsdóttir húsfreyja í Eyjum, fiskverkakona, starfsmaður í athvarfi, f. 10. desember 1953 að Hásteinsvegi 7.
5. Hrafnhildur Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona í Kópavogi, f. 26. apríl 1955 að Hásteinsvegi 7.
6. Trausti Kristjánsson stýrimaður, f. 20. september 1956.
7. Fanney Harða Guðmunda Kristjánsdóttir húsfreyja í Borgarnesi, f. 16. ágúst 1958.
8. Kristján Kristjánsson vélstjóri, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 18. október 1959.
9. Margrét Elísabet Kristjánsdóttir húsfreyja, leikskólakennari í Eyjum, f. 26. nóvember 1962.
10. Bjarki Kristjánsson stýrimaður í Eyjum, f. 18. febrúar 1964 í Birtingarholti.
11. Brynjar Kristjánsson stálskipasmiður í Eyjum, f. 13. október 1968.
Þau Hörður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa við Búhamar.
I. I. Maður Önnu Maríu er Hörður Þórðarson, húsgagnasmiður, leigubílstjóri, f. 14. mars 1952. Foreldrar hans Þórður Magnússon, f. 28. ágúst 1922, d. 20. desember 1990, og Helga Jóhanna Jónsdóttir, f. 11. mars 1925, d. 28. september 2015.
Börn þeirra:
1. Kristjana Margrét Harðardóttir, f. 16. mars 1977 í Eyjum.
2. Helga Jóhanna Harðardóttir, f. 9. október 1984 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Anna María.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.