Þorsteinn Jónsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn Jónsson.

Þorsteinn Jónsson frá Norðfirði, sjómaður, skipstjóri fæddist 23. ágúst 1949 í Neskaupstað og lést 27. janúar 2021 í Sandgerði.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson sjómaður, f. 20. desember 1919, d. 27. október 2003, og Vilborg Jóna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1921, d. 13. ágúst 1997.

Þorsteinn varð sjómaður, skipstjóri.
Hann eignaðist barn með Ingibjörgu 1969.
Þorsteinn flutti til Eyja.
Þau Guðríður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Reynifelli við Vesturveg 15B. Þau skildu.
Þau Sólveig Halla giftu sig 1987, eignuðust eitt barn og Þorsteinn ættleiddi barn Sólveigar.
Þorsteinn flutti frá Eyjum og bjó að síðustu í Sandgerði. Hann lést 2021.

I. Barnsmóðir Þorsteins er Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 4. júlí 1952.
Barn þeirra:
1. Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 12. febrúar 1969.

II. Kona Þorsteins, (skildu), var Guðríður Hallbjörg Guðjónsdóttir frá Vallartúni, húsfreyja, f. 6. júlí 1953, d. 16. júní 1995.
Börn þeirra:
2. Þórir Þorsteinsson sjómaður, f. 7. ágúst 1972. Sambúðarkona hans Elín Katrín Rúnarsdóttir.
3. Davíð Ingi Þorsteinsson öryrki, f. 2. maí 1976, d. 16. júní 2020.

III. Kona Þorsteins, (11. maí 1987), er Sólveig Halla Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1954. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Freyr Viggósson, f. 20. desember 1936, d. 2006, og Inga Lóa Hallgrímsdóttir, f. 14. maí 1936, d. 14. október 2020.
Barn þeirra:
4. Pálmar Þorsteinsson, f. 14. júlí 1994.
Barn Sólveigar og kjörbarn Þorsteins:
5. Guðrún Kristín Höier húsfreyja, f. 25. september 1970. Maður hennar Ove Höier.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 5. febrúar 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.