Þórður Þórðarson (Sléttabóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Þórðarson, Sléttabóli, fæddist í Hörglandshreppi þann 12. janúar 1893. Þórður fór fyrst til Vestmannaeyja árið 1912 til þess að stunda sjóinn. Þórður byrjaði á Unni II með Þorsteinn Jónsson í Laufási og var með honum fram til ársins 1920. Árið 1921 hóf hann formennsku með Mínervu og eftir það var hann með ýmsa báta. Árið 1941 hóf hann formennsku á Ófeigi I en fórst á honum 1. mars 1942 með allri áhöfn í suðaustan ofviðri norðvestur af Eyjum. Þórður eignaðist barn með Sigríði Gunnarsdóttur, síðar húsfreyju á Seyðisfirði, f. 17. desember 1893, d. 1. janúar 1955.
Barn þeirra:
Kristján Þórðarson bóndi á Bæjarstæði í Seyðisfirði, f. 22. maí 1917, d. 20. júlí 1993.
Eiginkona Þórðar var Guðfinna Stefánsdóttir. Börn þeirra voru Sigríður, Ása Magnea, Bára, Eyþór, Stefanía og Ási Markús.

Þórður
Þórður Þórðarson, Sléttabóli, og fjölskylda.
Þórður Þórðarson með foreldrum og systkinum á Sléttabóli í Hörglandshreppi. (Blik 1963)

Sjá einnig Blik 1963/Markverð mynd

Myndir


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

  • Þorgils Jónasson sagnfræðingur.