Ási Markús Þórðarson (Sléttabóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ási Markús Þórðarson.

Ási Markús Þórðarson frá Sléttabóli, útgerðarmaður, vélstjóri, kaupmaður fæddist 22. júní 1934 á Sléttabóli og lést 18. ágúst 2002.
Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson skipstjóri, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1895, d. 5. maí 1971.

Börn Guðfinnu og Þórðar voru:
1. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.
2. Ása Magnea Þórðardóttir, f. 19. maí 1922, d. 19. desember 1931.
3. Bára Þórðardóttir, f. 23. febrúar 1924, síðast í Grindavík, d. 12. janúar 2001.
4. Eyþór Þórðarson vélstjóri, skjalavörður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998.
5. Stefanía Þórðardóttir verkakona á Eyrarbakka, f. 20. október 1930, d. 1. desember 2013.
6. Ási Markús Þórðarson vélstjóri, f. 22. júní 1934, d. 18. ágúst 2002.

Ási Markús var með fjölskyldu sinni í Eyjum í æsku. Faðir hans drukknaði, er Ási var tæpra 8 ára. Hann lauk barnaskólaprófi í Eyjum.
Hann fluttist með móður sinni og Stefaníu systur sinni til Eyrarbakka 1948, en sum systkinanna bjuggu þar þá.
Hann var vélstjóri lengst af við eigin útgerð. Síðan var hann aðstoðarmaður í eldhúsinu á Litla-Hrauni, en rak að auki eigin verslun.
Ási Markús var einn af stofnendum Dvalarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka og vann ötullega að uppbyggingu þess.
Hann kvæntist Aðalheiði 1953. Þau eignuðust 3 syni.
Ási Markús lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 2002.

Kona Ása Markúsar, (12. september 1953), var Aðalheiður Sigfúsdóttir húsfreyja, útgerðarmaður, kaupmaður, f. 10. júní 1932 í Garðbæ á Eyrarbakka, d. 18. júní 2013.
Börn þeirra:
1. Þórður Markússon sjómaður, f. 29. nóvember 1953, d. 7. september 1983, fórst með mb. Bakkavík ÁR 100.
2. Sigfús Markússon sjómaður, f. 2. ágúst 1958, d. 7. september 1983, fórst með mb. Bakkavík ÁR 100.
3. Vigfús Markússon sjómaður, stýrimaður, f. 17. ágúst 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.