Blik 1963/Markverð mynd

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1963



Markverð mynd


ctr


Þetta er markverð mynd, sem varðar Vestmannaeyjar. Myndin er af bóndahjónunum Þórði Magnússyni og Eygerði Magnúsdóttur á Sléttabóli í Hörgslandshreppi í Skaftafellssýslu. Þau hófu búskap að Sléttabóli um 1890 og bjuggu þar til 1912. Þá fluttu þau bú sitt að Neðra-Dal í Mýrdal. Með hjónunum á myndinni eru synir þeirra allir. Eygerður húsfreyja er fædd 23. marz 1865. Þórður bóndi fœddist 8. okt. 1854 og lézt 1945.
Aftari röð frá vinstri:
1) Sigurður, f. 24. jan. 1894 (nú búsettur að Boðaslóð 2 hér í bæ, kvæntur Margréti Stefánsdóttur 1919. Þau hjón hafa búið hér í 40 ár.
2) Þórður, f. 12. jan. 1893. Var kvœntur Guðfinnu Stefánsdóttur. Þau hjón bjuggu um árabil að Sléttabóli hér (Skólaveg 19). Þórður var síðast skipstjóri á v/b Ófeigi VE 217 og fórst með honum 1. marz 1942.
3) Magnús (eldri), f. 5. marz 1895, kvæntur Sigríði Sigmundsdóttur frá Hamraendum á Snœfelssnesi. Þau hjón dvöldust hér í Eyjum árin 1927-1934, og margar vetrarvertíðir þar áður vann Magnús hér að framleiðslustörfum. Þau búa nú að Lönguhlíð 23 í Reykjavík.
Fremri röð frá vinstri:
1) Magnús (yngri), f. 21. nóv. 1896. Hann hefur um margra ára skeið búið í Neðra-Dal í Mýrdal.
2) Eygerður húsfreyja, f. á Orustustöðum á Brunasandi.
3) Þórður bóndi, f. á Syðra-Velli í Flóa.
4) Ásbjörn, f. 14. des. 1899. Kvœntur er hann Jóhönnu Guðmundsdóttur. Heimili þeirra er að Brekastíg 14 hér í bæ.
5) Í fangi móður sinnar situr yngsti bróðirinn, Hávarður. Hann fœddist 1903 og lézt í jan. 1934. Sonur hans er Sigurbergur Hávarðsson, útvarpsvirki, hér í bæ.
Allir þessir bræður hafa starfað í Eyjum og reynzt miklir dugnaðarmenn, bæði til sjós og framleiðslustarfa í landi. Fjórir af þeim festu bú hér um lengri eða skemmri tíma. —
Bræðurnir klæðast allir fötum úr heimaofnu vaðmáli, og hefur móðirin sjálf saumað þau. Auðvitað eru sokkur og skór einnig „heimafenginn baggi“. Þrír elztu brœðurnir eru með brjósthlífar, sem móðirin hefur saumað, en Þórður bóndi er með útlenda brjósthlíf. Svunta húsfreyju er úr heimaofnum tvisti. Myndin mun vera um það bil 56 ára.