Óskar Þórarinsson (skipstjóri)
Óskar Þórarinsson útgerðarmaður, skipstjóri fæddist 24. maí 1940 í Nýborg við Njarðarstíg 17 og lést 2. nóvember 2012.
Foreldrar hans voru Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson frá Háeyri, verkamaður, f. 4. júlí 1910, d. 8. nóvember 1970, og kona hans Elísabet Bjarnveig Guðbjörnsdóttir frá Bolungarvík, húsfreyja, f. 14. október 1914, d. 2. júlí 1990.
Börn Elísabetar og Þórarins:
1. Guðmundur Hörður Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 10. desember 1936 að Háeyri, d. 26. september 1997.
2. Ásta Guðbjörg Þórarinsdóttir, f. 1. nóvember 1938 í Nýborg.
3. Óskar Þórarinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. maí 1940 í Nýborg, d. 2. nóvember 2012.
4. Þóranna Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1944 í Nýborg.
5. Andvana drengur, f. 30. desember 1951 að Háeyri.
6. Andvana barn, f. 4. september 1954 að Háeyri.
Óskar var með foreldrum sínum í æsku, í Nýborg og á Háeyri.
Hann sat stýrimannanámskeið í Eyjum 1959, lauk Stýrimannanámi 1960.
Hann byrjaði sjómennsku 15 ára, þá með Binna í Gröf, var sautján ára gamall á Hersteini með Ása í Bæ, þegar Ása tók út og Óskar stakk sér eftir honum og bjargaði. Hann var rúmt ár í siglingum í Noregi, kom heim 1962 og var stýrimaður á Erlingi IV árið 1963, þegar hann sökk. Hann var stýrimaður á Sídon og síðar á Björgu. Vorið 1966 var hann stýrimaður á Jóni Stefánssyni og þá um sumarið var hann skipstjóri á sama skipi. Næstu vertíð var hann stýrimaður á Jóni Stefánssyni og þá um sumarið var hann skipstjóri á sama skipi. Næstu vertíð var hann stýrimaður á Andvara, um sumarið skipstjóri á Öðlingi og næstu árin skipstjóri á Sindra.
Þau Ingibjörg kona hans hófu útgerð árið 1975 með kaupum á Frá. Bátakosturinn var endurnýjaður tvisvar með kaupum og endurbótum á Krossanesi 1981 og Frigg 1993. Óskar var skipstjóri til ársins 1997 en leysti af sem skipstjóri á skipi sínu til ársins 2004.
Óskar var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda árin 1973-1975 og sat í mörg ár í stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Óskar var félagi í Golfklúbbi Vestmannaeyja og Taflfélagi Vestmannaeyja.
Þau Ingibjörg giftu sig 1966, eignuðust tvö börn, en Óskar átti eitt barn áður og Jóhanna átti tvö börn áður. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 49.
Óskar lést 2012.
I. Kona Óskars, (28. maí 1966), er Ingibjörg Jóhanna Andersen húsfreyja, útgerðarmaður, f. 14. desember 1939.
Börn þeirra:
1. Rakel Óskarsdóttir verslunarmaður, f. 29. maí 1966. Maður hennar Sigurður Freyr Gunnarsson, látinn.
2. Sindri Óskarsson skipstjóri, f. 8. október 1972. Kona hans Ragnheiður Borgþórsdóttir.
Barn Óskars með Guðlaugu Erlu Sigmarsdóttur, f. 11. október 1942, d. 11. maí 2005:
3. Sigmar Þröstur Óskarsson stýrimaður, f. 24. desember 1961. Kona hans Vilborg Friðriksdóttir.
Börn Ingibjargar með Kjartani Þór Bergsteinssyni:
4. Kristín Kjartansdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 23. október 1957 að Hásteinsvegi 27. Maður hennar, (skildu), var Guðmundur Elmar Guðmundsson.
5. Knútur Kjartansson verktaki á Básenda 10 í Reykjavík, f. 2. október 1961 að Hásteinvegi 27. Kona hans, (skildu), var Ragna Berg Gunnarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 10. nóvember 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.