Þráinn Alfreðsson (Vesturhúsum)
Ármann Þráinn Alfreðsson, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík fæddist 321. desember 1943.
Foreldrar hans voru Alfreð Washington Þórðarson verkamaður, tónlistarmaður, f. 21. október 1912 í Reykjavík, d. 2. janúar 1994, og sambúðarkona hans Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1914 í A.-Landeyjum, d. 20. ágúst 1962.
Börn Jónínu og Alfreðs:
1. Bjarnfríður Ósk verzlunarmaður í Hafnarfirði, f. 23. desember 1940.
2. Alfreð Óskar húsasmíðameistari í Eyjum, f. 21. júlí 1942.
3. Árný Freyja húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 31. desember 1943, d. 20. janúar 2020.
4. Ármann Þráinn starfsmaður í Straumsvík, f. 31. desember 1943.
5. Jónína Steinunn í Hafnarfirði, ritari, f. 1. apríl 1945.
Börn Alfreðs:
6. Þorsteinn Þórir Alfreðsson lögreglufulltrúi, f. 30. júlí 1931, d. 11. mars 1998.
7. Sveinbjörn (Alfreðsson) Benediktsson starfsmaður í Álverinu, f. 1. janúar 1933, d. 2. febrúar 1997. Hann varð kjörsonur Benedikts Guðjónssonar.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
I. Fyrrum kona Þráins er Margrét Sigurbergsdóttir, frá Viðey, húsfreyja, f. 24. júlí 1947 í Flatey á Breiðafirði.
Barn þeirra:
1. Jónína Kristín Ármannsdóttir, húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 14. apríl 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.