Nína Sveinsdóttir (Faxastíg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Nína Sveinsdóttir.

Nína Sveinsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja fæddist þar 23. júlí 1936 og lést 15. maí 2001.
Foreldrar hennar voru Sveinn Pálsson frá Eyrarbakka, f. 18. júní 1905 á Skúmsstöðum þar, d. 23. júní 1973, og kona hans Þórný Þorsteinsdóttir frá Ásgeirsstöðum á Fljótsdalshéraði, húsfreyja, f. þar 27. ágúst 1913, d. 21. apríl 1987.

Nína var með foreldrum sínum.
Hún var einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Nína vann verslunarstörf og hjá Pósti og síma.
Þau Óli giftu sig 1858, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu í fyrstu við Faxastíg 33, fluttu til Reykjavíkur eftir tvö ár og bjuggu við Bólstaðarhlíð 42.
Óli lést 1991 og Nína 2001.

I.   Maður Nínu, (15. nóvember 1958), var Óli Markús Andreasson frá Hrófbergi, verkamaður, verkstjóri, f. 27. nóvember 1934, d. 30. mars 1991.
Börn þeirra:
1.   Sigrún Erna Óladóttir, f. 14. febrúar 1959. Hún býr í Grikklandi. Maður hennar Spiros Malanos.
2.   Svanhvít Óladóttir, f. 15. apríl 1960. Maður hennar Kolbeinn Arngrímsson.
3.   Hildur Óladóttir, f. 8. ágúst 1962, d. 14. febrúar 1963.
4.    Bryndís Óladóttir, f. 11. júní 1975. Sambúðarmaður hennar Geir Þorsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.