Ásgerður Eiríksdóttir
Guðlaug Ásgerður Eiríksdóttir húsfreyja, leikskólakennari, leikskólastjóri, sérkennslustjóri fæddist 23. mars 1961 í Eyjum.
Foreldrar hennar Eiríka Pálína Markúsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1942, og Eiríkur Gíslason sjómaður, verkstjóri, f. 13. júní 1941, d. 13. september 1995.
Þau Ólafur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Magnús giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Þorlákshöfn.
I. Fyrrum maður Ásgerðar er Ólafur Óskar Stefánsson sjómaður, skipstjóri, f. 30. september 1962.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Ósk Ásgerðardóttir, f. 14. mars 1981 í Eyjum.
2. Stefán Ólafsson sjómaður, f. 28. ágúst 1982 í Eyjum.
II. Maður Ásgerðar er Magnús Þór Haraldsson vélstjóri, f. 26. september 1964. Foreldrar hans Haraldur Ármann Hannesson, f. 1. janúar 1932, d. 30. júlí 2022, og Erla Markúsdóttir, f. 21 nóvember 1936, d. 18. september 2017.
Börn þeirra:
3. Ármann Helgi Magnússon, f. 29. júlí 1990.
4. Þorbergur Magnússon, f. 3. maí 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ásgerður.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.