Ásdís Lilja Emilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásdís Lilja Emilsdóttir.

Ásdís Lilja Emilsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 5. ágúst 1956 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Karl Emil Sigurðsson frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, vélstjóri, f. 8. janúar 1924, d. 18. nóvember 2010, og kona hans Lilja Finnbogadóttir frá Vallartúni, húsfreyja, forstöðukona, f. 15. febrúar 1920 í Bræðraborg, d. 1. maí 1959.

Börn Lilju og fyrri manns hennar:
1. Bryndís Gunnarsdóttir kennari, f. 15. janúar 1939. Maður hennar Sigurður Jónsson.
2. Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir, f. 10. september 1940. Maður hennar Stefán H. Jónasson.

Börn Lilju og Emils:
3. Gunnhildur Björg Emilsdóttir, f. 1. nóvember 1952. Maður hennar Jakob Fenger, látinn.
4. Ásdís Lilja Emilsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 5. ágúst 1956. Maður hennar Kristján Ingi Einarsson.

Ásdís varð stúdent í M.A. 1976, lauk námi í H.S.Í. í janúar 1981.
Hún var hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, speglunardeild og uppvöknun Landakotsspítala frá 1981. (Þannig 1988).
Þau Kristján Ingi giftu sig 1984, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Ásdísar Lilju, (15. september 1984), er Kristján Ingi Einarsson prentsmiðjustjóri, f. 15. október 1952. Foreldrar hans Einar Ingi Jónsson prentsmiðjustjóri, f. 13. júlí 1930, d. 15. apríl 1987, og Erna Guðrún Ólafsdóttir, f. 31. júlí 1933, d. 31. maí 1997.
Börn þeirra:
1. Rósa Hrund Kristjánsdóttir, f. 3. júlí 1980. Maður hennar Haraldur B. Ingvarsson.
2. Hildur Helga Kristjánsdóttir, f. 20. apríl 1984. Sambúarmaður hennar Egill Sigurjónsson.
3. Lilja Kristjánsdóttir, f. 29. maí 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.