Rósa Gunnarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir.

Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 10. september 1940 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði.
Foreldrar hennar voru Gunnar Jónas Þórðarson sjómaður, útgerðarmaður, bóndi, verkamaður á Akranesi, f. 20. maí 1914 í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, d. 14. júní 1950, og kona hans Lilja Finnbogadóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 15. febrúar 1920, d. 1. maí 1959.

Börn Lilju og fyrri manns hennar:
1. Bryndís Gunnarsdóttir kennari, f. 15. janúar 1939. Maður hennar Sigurður Jónsson.
2. Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir, f. 10. september 1940. Maður hennar Stefán H. Jónasson.

Börn Lilju og Emils:
3. Gunnhildur Björg Emilsdóttir, f. 1. nóvember 1952. Maður hennar Jakob Fenger, látinn.
4. Ásdís Lilja Emilsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 5. ágúst 1956. Maður hennar Kristján Ingi Einarsson.

Rósa missti föður sinn er hún var á 10. árinu.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1956, lauk námi í H.S.Í. í mars 1962.
Hún var hjúkrunarfræðingur í skurðstofum í Sjúkrahúsinu á Akureyri 1. apríl 1962 til 1. júlí 1963 og síðan öðru hvoru júní 1968 til apríl 1988, Leitarstöð Krabbameinsfélags Akureyrar ágúst 1968 til janúar 1974, á Sjúkrahúsinu í Eyjum 18. júní til 18. ágúst 1985, á Heilsugæslustöðiini á Akureyri skiptist frá febrúar 1988. (Þannig 1988).
Rósa var í stjórn Norðurlandsdeildar eystri innan H.F.Í, gegndi störfum ritara, varaformanns og meðstjórnanda, í kjaranefnd Norðurlandsdeildar eystri 1977-1985, fulltrúi á fulltrúafundi H.F.Í. 4 sinnum.

I. Maður Rósu, (30. nóvember 1963), er Stefán Hreinn Jónasson bóksali á Akureyri, f. 11. febrúar 1941. Foreldrar hans Jónas Jóhannsson bóksali, f. 12. janúar 1896, d. 10. maí 1982, og kona hans Indíana Gísladóttir húsfreyja, f. 6. desember 1904, d. 14. ágúst 1990.
Börn þeirra:
1. Lilja Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. september 1963. Maður hennar Hörður Þorgilsson.
2. Jón Stefánsson hjúkrunarfræðingur, f. 3. febrúar 1966.
3. Bryndís Indíana Stefánsdóttir, f. 15. febrúar 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.