Margrét Magnúsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Magnúsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 1792 í Stóra-Dalssókn u. Eyjafjöllum og lést 1. maí 1861.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi á Efra-Hvoli í Stórólfshvolssókn 1801, f. 1765, d. 5. október 1828 og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1766, d. 12. janúar 1833.

Margrét var 5 ára með fjölskyldu sinni á Efra-Hvoli 1801.
Hún var vinnukona í Norðurgarði 1815 og 1816, giftist Árna 1817, var gift húsfreyja á Kirkjubæ 1835 og 1840, búandi ekkja þar 1845, „lever af söen“.
Hún var vinnukona í Larshúsi hjá Gunnhildi Oddsdóttur og Lars Tranberg 1850, 60 ára ekkja og húskona á Fögruvöllum 1855, „lifir á handiðnum sínum“, 65 ára bústýra í Jónshúsi 1860, var í Steinmóðshúsi við andlát 1861.
Hún ól a.m.k. 12 börn, en missti 10 þeirra á fyrstu dögum og vikum eftir fæðingu, eitt þriggja ára, og það eina, sem komst til manns, dó 19 ára.

Maður hennar, (8. júní 1817), var Árni Þorbjörnsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1798, d. 1. ágúst 1843. Hann var þá 18 ára, en hún 22 ára.
Börn þeirra hér:
1. Þorbjörn Árnason, f. 20. ágúst 1818, d. 5. september 1818 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
2. Vilborg Árnadóttir, f. 25. ágúst 1819, d. 3. september 1819 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
3. Magnús Árnason, f. 29. mars 1821, d. 24. apríl 1821 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
4. Ingveldur Árnadóttir, f. 11. júní 1822, d. 18. júní 1822 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
5. Sesselja Árnadóttir, f. 27. október 1823, d. 4. nóvember 1823 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
6. Tómas Árnason, f. 16. janúar 1825, d. 15. apríl 1828, úr „kæfandi“ sjúkdómi .
7. Árni Árnason, f. 27. júní 1826, d. 6. ágúst 1826 úr „Barnaveiki“.
8. Sveinn Árnason, f. 7. apríl 1828, d. 15. apríl 1828 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
9. Tómas Árnason, f. 16. ágúst 1829, d. 22. ágúst 1829 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofa.
10. Guðmundur Árnason vinnumaður á Gjábakka, f. 29. desember 1830, d. 25. ágúst 1850.
11. Árni Árnason, f. 25. júní 1832, d. 22. júlí 1832 úr „Barnaveiki“.
12. Jóhanna Árnadóttir, f. 17. október 1834, d. 25. október 1834 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.