Ágústa Ágústsdóttir (Brekastíg 24)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, verkakona, verslunarkona, kaupkona fæddist 23. september 1945 á Brekastíg 24.
Foreldrar hennar voru Ágúst Ólafur Ólafsson frá Borgargerði á Djúpavogi, vélstjóri, f. þar 14. ágúst 1899, d. 14. maí 1976, og kona hans Elínborg Jónína Björnsdóttir frá Efranesi á Skaga, Skagaf., húsfreyja, f. þar 5. október 1913, d. 10. desember 1969.

Börn Elínborgar og Ágústs:
1. Erling Adolf Ágústsson rafvirki, útvarpsvirki, tónlistarmaður, f. 9. ágúst 1930 í Nýhöfn, (Skólavegi 23), d. 8. janúar 1999.
2. Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, kaupmaður í Reykjavík, f. 23. september 1945 á Brekastíg 24. Maður hennar Gunnlaugur Viðar Guðjónsson.

Ágústa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og í verslun.
Ágústa eignaðist barn með Jóni 1966.
Þau Gunnlaugur Viðar giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Brekastíg 24 við Gosið 1973.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu í Gautavík 17. Þau ráku þar söluturninn og og vídeóleiguna ,Allt í einu‘ .
Gunnlaugur lést 2010.
Ágústa býr á Vallengi 6.

I. Barnsfaðir Ágústu var Jón Þorsteinsson sjómaður, netamaður, verkstjóri, gæðaeftirlitsmaður, f. 10. júní 1940, d. 20. maí 2010.
Barn þeirra:
1. Bylgja Eyhlíð Gunnlaugsdóttir, (sjá neðar).

II. Maður Ágústu, (26. desember 1967), var Gunnlaugur Viðar Guðjónsson úr Reykjavík, sjómaður, matsveinn, bifreiðastjóri, kaupmaður, f. 31. desember 1941, d. 20. júní 2010.
Börn þeirra:
1. Ágúst Gunnlaugsson lýsingahönnuður, f. 23. ágúst 1969. Kona hans Hildur Árnadóttir.
2. Sævar Örn Gunnlaugsson bifreiðastjóri hjá Árvakri, f. 25. október 1976. Kona hans Sigurbjörg Jakobsdóttir.
Dóttir Ágústu og kjördóttir Gunnlaugs Viðars er
3. Bylgja Eyhlíð Gunnlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður í eldhúsi, f. 10. janúar 1966. Barnsfaðir hennar Geir Hlöðver Ericsson. Maður hennar Jósep Svan Jóhannesson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ágústa.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 29. júní 2010. Minning Gunnlaugs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.