Erla Óskarsdóttir (Hrafnabjörgum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. apríl 2021 kl. 11:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. apríl 2021 kl. 11:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Erla Óskarsdóttir (Hrafnabjörgum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Erla Óskarsdóttir.

Erla Óskarsdóttir húsfreyja á Akranesi, síðar verslunarmaður, sjúkrahússtarfsmaður í Reykjavík fæddist 22. desember 1943.
Foreldrar hennar voru Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d. 17. maí 1982, og kona hans Solveig Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. desember 1923 á Blómsturvöllum, d. 7. desember 1994.

Börn Solveigar og Óskars:
1. Andvana fædd stúlka 28. júlí 1942.
2. Erla Óskarsdóttir húsfreyja á Akranesi, síðar verslunarmaður, sjúkrahússtarfsmaður í Reykjavík, f. 22. desember 1943. Maður hennar er Adólf Ásgrímsson.
3. Sigurbjörg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1945. Maður hennar er Sigurður Óskarsson frá Hvassafelli, smiður, kafari, f. 24. maí 1944.
4. Þórhildur Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 15. mars 1947. Maður hennar Jónas Kristinn Bergsteinsson frá Múla rafverktaki, f. 24. ágúst 1948.
5. Ólafur Óskarsson rennismíðameistari, bifreiðastjóri, f. 23. október 1948. Kona hans er Jóna Jónsdóttir húsfreyja, læknafulltrúi frá Gerði, f. 5. maí 1950.
6. Óskar Veigu Óskarsson rafvirki, svæðissölustjóri hjá Marel, f. 18. september 1950. Kona hans var Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 24. ágúst 1953, d. 13. ágúst 2012.
7. Þráinn Veigu Óskarsson húsasmíðameistari í Kópavogi, f. 1. nóvember 1953. Kona hans er Guðný Júlíana Garðarsdóttir húsfreyja, sölumaður, f. 15. desember 1959.
8. Dagmar Óskarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, sjúkraliði, f. 3. júní 1962. Sambýlismaður hennar er Jón Berg Torfason þroskaþjálfi, f. 14. mars 1971.
9. Hafdís Óskarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 15. desember 1963. Maður hennar var Sigurjón Kristinsson læknir, f. 16. mars 1964. Sambúðarmaður Hafdísar var Ófeigur Hallgrímsson, f. 6. desember 1965, d. 27. mars 2009. Maður Hafdísar er Hermann Smárason, f. 12. mars 1959.

Erla var með foreldrum sínum í æsku. Þau Adolf giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Akranesi, síðan í Reykjavík, en skildu

I. Fyrrum maður hennar, (4. ágúst 1974, skildu) er Adolf Ásgrímsson rafvirkjameistari, rafmagnstæknifræðingur, f. 12. júní 1944. Foreldrar hans voru Ásgrímur Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri á Akureyri, f. 20. júlí 1916, d. 24. janúar 1986, og kona hans Guðrún Friðrikka Adolfsdóttir húsfreyja, síðar á Akranesi, f. 14. mars 1919, f. d. 2. október 2012.
Börn þeirra:
1. Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur í Ástaralíu og Mosfellsbæ, f. 17. nóvember 1963 á Akureyri. Maður hennar Guðmundur Rafn Svansson Geirdal.
2. Óskar Þór Adolfsson doktor í næringarfræði, bjó í Boston í Bandaríkjunum, en nú í Sviss, f. 23. desember 1966 í Eyjum. Kona hans Stephanie Adolfsson, f. Debayle í Frakklandi. Foreldrar hennar André Debayle húsamálari í Lodéve í Frakklandi, f. 6. nóvember 1942 og kona hans Josiane Debayle leikskólakennari, f. 8. júlí 1948.
3. Linda Kristín Adolfsdóttir aðstoðarmaður ráðgjafa, f. 28. ágúst 1978 á Akranesi. Fyrrum sambúðarmaður hennar Vilhjálmur Egill Harðarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.