Valgerður Jónsdóttir eldri (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Valgerður Jónsdóttir eldri húfreyja í Norðurgarði fæddist í Vetleifsholti í Ásahreppi i Rangárvallasýslu, var skírð 6. apríl 1788 og lést 21 júlí 1825 af barnsförum, 37 ára.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Vetleifsholti, f. 1744, var á lífi 1804, og kona hans Guðrún Atladóttir húsfreyja, f. 1744, d. 2. mars 1809.

Valgerður var með fjölskyldu sinni í Vetleifsholti 1801. Hún var vinnukona í Hólmum í A-Landeyjum 1816, ógift vinnukona á Gjábakka 1819 við fæðingu Jóns sonar síns. Þar var Jón vinnumaður.
Þau voru á Löndum 1823, en fluttu þá að Norðurgarði, voru bændur þar. Þar lést Valgerður 1825 af barnsförum.

Maður Valgerðar (30. október 1819), var Jón Jónsson bóndi, f. 1. mars 1791, hrapaði úr Stórhöfða 21. ágúst 1851. Valgerður var fyrri kona hans. Síðari kona hans var Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 9. nóvember 1883.
Barn Valgerðar og Jóns var:
1. Jón Jónsson, f. 14. janúar 1819, d. 20. janúar 1819 „af Barnaveikindum“.
2. Jón Jónsson, f. 12. júlí 1825, d. 18. júlí 1825 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.