Sigmundur Finnsson (Uppsölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigmundur Finnsson útvegsbóndi, sjómaður og fiskimatsmaður í Uppsölum fæddist 6. mars 1859 í Álftagróf í Mýrdal og lést 16. janúar 1942.
Foreldrar hans voru Finnur Þorsteinsson bóndi í Álftagróf, f. 13. ágúst 1817 í Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 25. desember 1893 í Pétursey þar, og síðari kona hans Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1826 í Reykjavík, d. 19. október 1884 í Álftagróf.

Sigmundur var föðurbróðir
1. Guðfinnu Lárusdóttur húsfreyju á Sælundi, f. 12. júlí 1897, d. 30. nóvember 1956 og
2. Einars Lárussonar málarameistara, f. 20. mars 1893, d. 5. maí 1963.

Sigmundur var með foreldrum sínum í Álftagróf til 1871/5, léttadrengur á Hellum í Mýrdal 1871/5 til 1876, í Garðakoti þar 1876-1879, í Hjörleifshöfða þar 1879-1883.
Sigmundur fluttist til Eyja 1883. Þau Ragnheiður bjuggu á Kirkjubæ 1887. Hann var sjómaður, útgerðarmaður, og síðan fiskimatsmaður.
Þau byggðu húsið að Faxastíg 7b árið 1913, Uppsali efri. Hann missti Ragnheiði 1916 og bjó ekkill á Uppsölum 1920 og var síðan hjá Finni syni sínum og Þórunni konu hans til dd. 1942.

Kona Sigmundar, (13. nóvember 1886), var Ragnheiður Sveinsdóttir húsfreyja frá Háagarði, f. 10. ágúst 1856, d. 27. febrúar 1916.
Börn þeirra voru:
1. Guðmundur Sveinn Sigmundsson, f. 3. maí 1887 á Kirkjubæ, d. 30. maí 1887.
2. Finnur Jósef Sigmundsson verkamaður, f. 29. janúar 1889 í Uppsölum, d. 25. ágúst 1966, kvæntur Þórunni Soffíu Einarsdóttur.
3. Lárus Mikael Pálmi Sigmundsson, f. 26. október 1890, d. 1. mars 1891.
4. Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 20. október 1892, d. 14. desember 1975, gift Vilhjálmi Tómassyni útgerðarmanni og sjómanni.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.