Margrét Ingimundardóttir (Hvoli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Margrét Ingimundardóttir verkakona frá Hvoli við Heimagötu fæddist 19. ágúst 1868 og lést 15. nóvember 1958.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson bóndi á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, síðan í Eyjum, f. 20. október 1843 í Breiðabólstaðarsókn, d. 26. nóvember 1918, og kona hans Kristín Hreinsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1843 í A-Landeyjum, d. 19. desember 1934.

Systkini Margrétar voru:
1. Magnús Ingimundarson sjómaður, útgerðarmaður á Hvoli við Heimagötu, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912.
2. Guðlaug Ingimundardóttir, f. í febrúar 1877, d. 16. nóvember 1884.
3. Jónína Sigríður Ingimundardóttir, f. 15. apríl 1878, d. 14. október 1956.
4. Barn dáið fyrir 1910.
Sonur Margrétar og uppeldissonur foreldra hennar var
5. Guðmundur Guðmundsson vélamaður, f. 20. júní 1893, d. 11. mars 1921.

Margrét kom til Eyja 1908 með fjölskyldu sinni. Hún var að Hvoli hjá Magnúsi bróður sínum 1910, var leigjandi í Stóra-Gerði 1920.
Hún bjó síðan ásamt systur sinni Jónínu Sigríði í Hólmgarði. Þær unnu við fiskvinnslu á vertíðum, en tóvinnu utan þess. Rokkar þeirra og önnur ullarvinnuverkfæi eru á Byggðarsafninu, (sjá Blik, Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, II. hluti, nr. 625 og 626.

I. Barnsfaðir Margrétar var Guðmundur Þorsteinsson bóndi og formaður í Rimakoti í A-Landeyjum, f. 23. nóv. 1860 í Rimakoti, drukknaði við Landeyjasand 26. apríl 1893.
Barn þeirra var
1. Guðmundur Guðmundsson vélamaður frá Hvoli, f. 20. júní 1893, d. 11. mars 1921, ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.