Kristín Hreinsdóttir (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Hreinsdóttir húsfreyja á Hvoli við Heimagötu fæddist 7. febrúar 1843 og lést 19. desember 1934.
Foreldrar hennar voru Hreinn Jónsson bóndi á Búðarhóli í A-Landeyjum, síðan sjómaður í Brandshúsi, f. 28. nóvember 1821 í Kúfhól í A-Landeyjum, drukknaði af þilskipinu Hansínu, sem fórst í mars 1863, og barnsmóðir hans Margrét Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja á Skíðbakka í A-Landeyjum, f. 17. júlí 1820 á Skíðbakka, d. 3. febrúar 1909, þá ekkja í Litlabæ í Eyjum.

Hálfsystur Kristínar í Eyjum, sammæddar, voru:
1. Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í litlabæ, f. 10. janúar 1859, d. 13. júlí 1938. Maður hennar var Ástgeir Guðmundsson.
2. Sigríður Magnúsdóttir í Litlabæ, siðar húsfreyja á Seyðisfirði, f. 30. júlí 1863, d. 4. mars 1957. Maður hennar var Júlíus Guðmundsson.
3. Kristín Magnúsdóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 9. júlí 1865, d. 24. september 1936. Maður hennar var Gísli Eyjólfsson.

Kristín var á Skíðbakka með móður sinni og Magnúsi fósturföður sínum 1845 og enn 1855, vinnukona hjá þeim í Berjanesi í V-Landeyjum 1860, var þar 1870 með barn sitt Margréti Ingimundardóttur.
Hún eignaðist Hrein með Þórði Brynjólfssyni kvæntum bónda í Berjaneshjáleigu 1870.
Þau Ingimundur giftust 1872, þá vinnuhjú á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og fluttust að Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum 1874 með Margréti dóttur sína 6 ára.
Kristín var húsfreyja á Efri-Kvíhólma, uns þau fluttust að Hvoli 1908 og bjuggu hjá Magnúsi syni sínum.
Hreinn sonnur hennar fórst af árabátnum Sjólyst við Bjarnarey 1901 og Magnús fórst af skjöktbáti í Höfninni 1912.
Ingimundur lést 1918.
Kristín var ekkja, leigjandi í Stóra-Gerði, 1920, en bjó með Jónínu Sigríði dóttur sinni að Vestmannabraut 12, Hólmgarði, 1930.
Hún lést 1934.

I. Barnsfaðir Kistínar var Þórður Brynjólfsson bóndi í Berjaneshjáleigu í V-Landeyjum og á Bakka í A-Landeyjum, f. 12. nóvember 1834, d. 22. júlí 1919.
Barn þeirra var
1. Hreinn Þórðarson sjómaður í Uppsölum, f. 6. desember 1870, drukknaði 20. maí 1901.

II. Maður Kristínar, (13. maí 1872), var Ingimundur Jónsson bóndi á Efri-Kvíhólma, síðan á Hvoli við Heimagötu, f. 20. október 1843, d. 26. nóvember 1918.
Börn þeirra voru:
1. Margrét Ingimundardóttir, f. 19. ágúst 1868, d. 15. nóvember 1958.
2. Guðlaug Ingimundardóttir, f. í febrúar 1877, d. 16. nóvember 1884.
3. Jónína Sigríður Ingimundardóttir, f. 15. apríl 1878, d. 14. október 1956.
4. Magnús Ingimundarson, f. 24. apríl 1879, drukknaði 10. janúar 1912.
5. Barn dáið fyrir 1910. Fóstursonur þeirra var
6. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður, f. 20. júní 1893, d. 11. mars 1921. Hann var dóttursonur þeirra, sonur Margrétar Ingimundardóttur og Guðmundar Þorsteinssonar bónda og smiðs í Rimakoti í A-Landeyjum, f. 23. nóvember 1860, drukknaði 26. apríl 1893.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.