Magnús Gíslason (Fögruvöllum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Magnús Gíslason frá Grímsstöðum í V-Landeyjum, bóndi í Norðurgarði, fæddist 8. janúar 1842 og lést 11. júlí 1929.
Foreldrar hans voru Gísli Magnússon bóndi, f. 1808, og Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1801, d. 17. október 1880.

Magnús var með foreldrum sínum í bernsku.
Hann var tökubarn hjá Hólmfríði Erlendsdóttur í Grímshjalli 1847-1857, vinnudrengur og síðan vinnumaður hjá Evu Pálsdóttur og Jóni Samúelssyni í Steinshúsi 1858 og enn 1865.
Þau Þorbjörg bjuggu í Steinshúsi 1866, giftust 1867 og bjuggu á Fögruvöllum.
Þorbjörg ól andvana sveinbarn í lok október og dó af barnsfararsótt 5 dögum síðar.
Magnús kvæntist Ingveldi í nóvember 1868 og þau bjuggu áfram á Fögruvöllum, eignuðust Þorbjörgu Hólmfríði þar 1869 og Gísla 1872, voru þar enn 1878.
Þau komust að Norðurgarði 1879 og bjuggu þar. Ingveldur var þar enn við húsvitjun 1883, en finnst ekki þar 1884, ekki brottflutt né finnst hún á dánarskrá.
Á árinu 1885 var komin bústýra til Magnúsar, Guðbjörg Jónsdóttir.
Þau Guðbjörg eignuðust Ólaf Kristinn 1887, en Gísli sonur Magnúsar og Ingveldar fórst af voðaskoti 1888.
Magnús, Guðbjörg og Ólafur Kristinn fluttust til Vesturheims 1892.
Magnús starfaði vestra sem trésmiður og tæknimaður þeirra tíma.

I. Fyrri kona Magnúsar, (20. júní 1867), var Þorbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1834, d. 2. nóvember 1867.
Barn þeirra var
1. Andvana sveinbarn, f. 28. október 1867.

II. Síðari kona hans, (13. nóvember 1868), var Ingveldur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. október 1827, d. um 1884.
Börn þeirra hér:
2. Þorbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 6. apríl 1869, fór til Vesturheims 1891 frá Norðurgarði.
3. Gísli Magnússon, f. 1. desember 1872, d. 12. desember 1888, „voðaskot úr hans eigin byssu“.

III. Bústýra Magnúsar var Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1857, fór með honum til Vesturheims 1892.
Barn þeirra var
4. Ólafur Kristinn Magnússon, f. 15. mars 1887. Hann fór til Vesturheims 1892 frá Norðurgarði. Hann lést 18. maí 1904 úr berklum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.